Tilkynning frá Þorrablótsnefnd

Kæru ströndungar og áhangendur.

Eins og þið flest vitið þá hefur Covid19 heldur betur sett strik í reikninginn undanfarin ár. Ekki hefur verið haldið blót síðan 2020, og var planið að halda besta blót sem haldið hefur verið í ár en útaf svolitlu þá varð að blása það af.

En við í nefndinni deyjum nú ekki ráðalaus og höfum haldið okkar striki í gegnum takmarkanir, veikindi, sóttkví, einangranir og ýmislegt fleira, bara örlítið á eftir áætlun. Nú er þá komið að því að tilkynna það að sent verður út "rafrænt hraðblót" laugardaginn 19. Febrúar.

Til þess að komast á þennann viðburð þarf að fá aðgang að hópnum "Þorrablót Svalbarðsstrandarhrepps 2021/2022" á Facebook. Nú einnig erum við að selja happdrættismiða á 1000 kr stykkið og eru yfir 20 vinningar í boði frá m.a. Kjarnfæði, Hnýfli, Sunnuhlíð og fleiri flottum fyrirtækjum. Síðasti dagur fyrir kaup á miðum er föstudagurinn 18. Febrúar. Leggja skal inná reikning 0133-26-002400 kennitala 650221-2490 og í skýringu hversu marga miða. Þá er bara að opna hákarladolluna, skenkja brennivíninu og njóta stundarinnar.

Nefndin