Íbúðir til sölu

Svalbarðsstrandarhreppur

Tjarnartún 6a

Almenn lýsing

Um er að ræða parhús byggt á lóð nr. 6 við Tjarnartún, Svalbarðseyri. Húsið er byggt á tiltölulega flötu landi og er á einni hæð. Inngangur íbúðar er á gafli hússins og er það haft að leiðarljósi að hægt verði að byggja bílgeymslu á baklóð hússins. Gert er ráð fyrir verönd við vesturhlið með útgengi úr stofu.

Íbúðin er þriggja herbergja, 88,4 fermetrar. Þvottaaðstaða er í baðherbergi og þar eru einnig inntök hita- og vatnsveitu. Allar íbúðir í Tjarnartúni 4 og 6 eru þannig hannaðar að geymsla getur nýst sem vinnu- eða aukaherbergi.

Húsið er steinsteypt og einangrað að innan. Þak er hefðbundið risþak klætt með lituðu bárustáli. Frekari upplýsingar má nálgast á skrifstofu Svalbarðsstrandahrepps eða á postur@svalbardsstrond.is 

Teikning af Tjarnartúni 6 I

Myndir 


Bakkatún 18a og Bakkatún 18b

 

Húsið er parhús á einni hæð með sambyggðum bílskúr. Íbúðin er um 145m2 og inniheldur alrými, hjónaherbergi, 2 barnaherbergi, anddyri, bað, þvottahús, geymslu og bílgeymslu. Loft eru niðurtekin í íbúðarrými nema í alrými þar sem möguleiki er á allt að 350 cm lofthæð í stofu. Bílastæði eru tvö við hvora íbúð.

Allar upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, postur@svalbardsstrond.is og hjá Hvammi eignamiðlun, 466 1600

Áætlaður afhendingartími er um miðjan febrúar 2022

Teikning að innan

Teikning að utan

Myndir


Bakkatún 20b

Húsið er parhús á einni hæð með sambyggðum bílskúr. Íbúðin er á undirstöðum og gólfplata er steypt. Íbúðin eru um 140m2 og inniheldur alrými, hjónaherbergi, 2 barnaherbergi, anddyri, bað, þvottahús og bílgeymslu með geymslu inn af bílgeymslu. Þak er einhalla og einangrað milli sperra. Útveggir eru einangraðir í timburgrind. Veggur milli íbúða er steyptur. Húsinu er skilað fullfrágengnu með frágenginni lóð og bílaplani.

 

Áætlaður afhendingartími er um miðjan júní 2022

Teikning

Myndir