Íbúðir til sölu

Svalbarðsstrandarhreppur

Tjarnartún 4 og 6

 

Almenn lýsing

Um er að ræða tvö eins parhús byggð á lóðum nr. 4 og 6 við Tjarnartún, Svalbarðseyri. Húsin eru byggð á tiltölulega flötu landi og eru húsin á einni hæð. Inngangur íbúða er á göflum húsanna og er það haft að leiðarljósi að hægt verði að byggja bílgeymslur á baklóðum húsanna. Gert er ráð fyrir veröndum við vesturhlið með útgengi úr stofu.

Allar íbúðir eru eins, þriggja herbergja, og eru þær 88,4 fermetrar. Gert er ráð fyrir að þvottaaðstaða verði í baðherbergi og þar verða einnig inntök hita- og vatnsveitu. Allar íbúðir eru þannig hannaðar að geymsla getur nýtts sem vinnu- eða aukaherbergi.

Húsið er steinsteypt og einangrað að innan. Þak er hefðbundið risþak klætt með lituðu bárustáli. Húsið skilast fullbúið að innan sem utan. Frekari upplýsingar má nálgast á skrifstofu Svalbarðsstrandahrepps.

Teikning af Tjarnartúni 4 I

Teikning af Tjarnartúni 4 II

Teikning af Tjarnartúni 6 I

Teikning af Tjarnartúni 6 II

 

ATH!! Tvær íbúðir seldar. Tjarnartún 4a og Tjarnartún 6b. Endaíbúðir.