Tillaga að deiliskipulagi lóðar í Halllandsnesi

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir 2.622 m2 lóð úr landi Halllandsness í Svalbarðsstrandarhreppi, skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2011.

Lóðin er skilgreind sem svæði fyrir verslun og þjónustu í aðalskipulagi, sbr. óverulega breytingu á aðalskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 12. júlí 2011 og staðfest sem óveruleg breyting á afgreiðslufundi Skipulagsstofnunar þann 3. ágúst 2011.

Skv. deiliskipulagstillögunni er heimilt að byggja allt að 1000m2 á lóðinni að meðtöldu eldra húsi sem þar stendur. Gert er ráð fyrir að húsnæðið verði nýtt fyrir orlofsíbúðir til skammtímaútleigu. Tenging heimreiðar við þjóðveg verður óbreytt.

Gerð er grein fyrir tillögunni á skipulagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:2000, sem verður til sýnis á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri á opnunartíma skrifstofunnar, frá 10. ágúst 2011 til 21. september 2011. Tillagan er einnig aðgengileg hér.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu sendar skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 601 Akureyri, eigi síðar en 21. september 2011. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Deiliskipulagsuppdráttur með greinargerð