TÍMAHYLKIÐ - HÁTÍÐARHYLKIÐ 31.01.2021

Nú er komið á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps nýjasta og sennilega síðasta útgáfa tímaritsins Tímahylkið sem í þetta skiptið er kallað Hátíðarhylkið í tilefni jóla og áramóta. Sögur af álfum, rafrænum jólasveinum, framtíðarsýn nemanda í Valsárskóla, jólakúlum, sögur af Skyrjarmi og hugrenningar um framtíðina eru meðal efnis Hátíðarhylkisins.

Hátíðarhylkið 6. tbl 31. janúar 2021

Tímaritið á að verða hluti af alvöru TÍMAHYLKI sem gert er ráð fyrir að verði geymt og varðveitt fyrir framtíðar íbúa á Svalbarðsströnd, og það opnað eftir 50, 70 eða 100 ár. Ásamt tímaritinu verða teikningar frá nemendum Valsárskóla og Álfaborgar og munir frá samtímanum – allt geymt í tímahylkinu og bíður þess að verða uppgötvað í framtíðinni, forvitnar sálir fái innsýn inn í líf okkar hér á Svalbarðsströnd á þessum fordæmalausu tímum og fræðist um áhrif COVID-19 á líf okkar. 

 

Með haustinu verður sett upp sýning í Safnasafninu þar sem nemendur í Valsárskóla og Álfaborg sýna teikningar, hugrenningar og muni sem endurspegla þennan undarlega tíma og þau áhrif sem hann hefur haft á líf okkar.