Umhverfisdagur Svalbarðsstrandar

Laugardaginn 24. maí stendur Svalbarðsstrandarhreppur fyrir Umhverfisdegi þar sem íbúar hreppsins eru hvattir til að taka höndum saman við að fegra umhverfið og njóta samveru.

Dagskráin hefst kl. 10 við Ráðhúsið þar sem þátttakendur koma saman áður en haldið verður í ruslatínslu meðfram þjóðvegum. Á sama tíma fer fram vinnudagur foreldra á leikskólalóðinni. Þegar dagsverkum er lokið, kl. 12, verður boðið upp á grillaðar pylsur fyrir alla þátttakendur. Hægt verður að fá plokktangir og ruslapoka á staðnum, og kerran verður á rúntinum yfir daginn til að sækja fulla ruslapoka.

Kvölddagskráin hefst kl. 21 í Æskuheimilinu þar sem verður Pub Quiz og lifandi tónlist með Stefni trúbador. Öll eru hjartanlega velkomin í kvölddagskrána.

Við hvetjum alla íbúa til að mæta og taka þátt í að gera sveitarfélagið okkar hreinna og fallegra – og fagna síðan saman um kvöldið!