Umhverfisviðukenningar 2022 afhendar.

Nú á dögunum tilkynnti Umhverfis- og atvinnumálanefnd hverjir fengu úthlutað Umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps árið 2022. Veitt var viðurkenning í tveimur flokkum, annars vegar í flokki heimila og hins vegar í flokki fyrirtækja.
 
Sigruvegarar í flokki heimila:
 
 
Í flokki heimila hlutu þau Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir og Halldór Jóhannesson viðurkenningu fyrir umhverfið sem þau hafa skapað í kringum Smáratún 1. Húsið sómir sér vel sem inngangur að Smáratúni og eiga þau hjónin heiður skilið fyrir vinnu sína í kringum húsið
 
 
Sigurvegari í flokki fyrirtækja:
Í flokki fyrirtækja hlaut hárgreiðlsustofan Hárið 1908 ehf. viðurkenningu fyrir upplyftingu sem þau hafa gert á hluta Áhaldahússins með opnun stofu sinnar þar. Eigendur Hársins 1908 ehf. hafa glætt hafnarsvæðið nýju lífi og skapað virkilega notalegt andrúmsloft í kringum sig á Svalbarðseyri.