UMHVERFISVIKA

Vikuna 14.-22. maí var haldin Umhverfisvika hér á Svalbarðsströnd. Með því að stefna til viku átaks í sveitarfélaginu vildi umhverfis- og atvinnumálanefnd tryggja að árlegt átak næði til sem flestra svæða innan sveitarfélagsins auk þess sem íbúum yrði boðið uppá fræðslu og erindi um flokkun, matarsóun og endurnýtingu.

Fjaran var hreinsuð, gengið meðfram þjóðveginum og Veigastaðavegi og rusl tínt, tekið til á Gámasvæðinu, hreinsað meðfram Svalbarðseyrarvegi, í görðum og opnum svæðum auk þess sem íbúar fengu fræðslu um flokkun og frágang sorps, Sælureit í sveit sem fyrirhugað er að skapa í sveitarfélaginu, matarsóun og moltugerð. Þátttaka var góð og vonandi höldum við áfram að ári og setjum stefnuna á að gera enn betur en í ár.

Takk fyrir samveruna og hjálpina þið sem mættuð og lögðuð hönd á plóg

Með kærri kveðju og fyrir hönd umhverfis- og atvinnumálanefndar
Björg Erlingsdóttir
sveitarstjóri