UMHVERFISVIKA Á SVALBARÐSSTRÖND 14.-22. MAÍ 2021

  1. maí
  • Auka gróðurgámur settur á gámasvæði í Vaðlareit
  • Nýr gróðurtippur á Svalbarðseyri tekur á móti gróðurúrgangi
  • MOLTA aðgengileg á gróðurtipp á Svalbarðseyri, án endurgjalds
  • Mold má nálgast á gróðurtipp á Svalbarðseyri, án endurgjalds
  1. maí
  • Dreifbýli – rusladagur: Fyrir hádegi sækja starfsmenn Svalbarðsstrandarhrepps gróðurúrgang til þeirra sem þess óska og sent hafa beiðni á vinnuskoli@svalbardsstrond.is
  • Fyrirlestrar kl. 17:00, opnir fyrir alla, í Valsárskóla frá TERRA um flokkun, MOLTA um jarðvegsgerð, Sælureit í sveit, hringrásarhagkerfið og matarsóun
  1. maí
  • Strandhreinsun: Auglýst er eftir sjálfboðaliðum í strandhreinsun dagana 18. og 20 maí. Svæðinu verður skipt í tvennt, norður- og suðurhluta. Unnið í samstarfi við landeigendur og strendur gengnar milli klukkan 16:00-19:00
  1. maí
  • Svalbarðseyri – rusladagur: Fyrir hádegi sækja starfsmenn Svalbarðsstrandarhrepps gróðurúrgang til þeirra sem þess óska og sent hafa beiðni á vinnuskoli@svalbardsstrond.is
  • Gámasvæðið á Svalbarðseyri opið milli klukkan 15:00-17:30, starfsmenn TERRA og sveitarfélagsins aðstoða við flokkun
  1. maí
  • Strandhreinsun: Auglýst er eftir sjálfboðaliðum í strandhreinsun 18. og 20. maí Svæðinu verður skipt í tvennt norður- og suðurhluta
  • Unnið í samstarfi við landeigendur og strendur gengnar milli klukkan 16:00-19:00
  1. maí
  • Vaðlabyggð – rusladagur: Fyrir hádegi sækja starfsmenn Svalbarðsstrandarhrepps gróðurúrgang til þeirra sem þess óska og sent hafa beiðni á vinnuskoli@svalbardsstrond.is
  • Vaðlareitur hreinsun: Íbúar og starfsmenn tína rusl meðfram þjóðvegi og næsta umhverfi Veigastaðavegar. Ef tími og mannskapur er til þá verður einnig gengið eftir gamla þjóðveginum að hreppsmörkum í suðri og Hrafnabjörgum í norðri. Gengið verður milli klukkan 16:00-19:00
  1. maí
  • Svalbarðsströnd hreinsun: Íbúar og starfsmenn tína rusl meðfram þjóðvegi og næsta umhverfi Grenivíkurvegar frá hreppsmörkum í norðri til hreppsmarka í suðri. Vinna hefst klukkan 10:00 og lýkur á pylsupartýi í hádeginu í Valsárskóla undir öruggri stjórn Fannars

 

Þeir sem þurfa gáma í styttri tíma til að fjarlægja t.d. rúlluplast eða mikið magn af timbri geta fengið gáma til að losa rusl í. Pantað er í gegnum netfangið postur@svalbardsstrond.is

 

Með kærri kveðju

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps

Margar hendur vinna létt verk