Umhverfisvika Svalbarðsstrandarhrepps 2023

Árlega umhverfisvika Svalbarðsstrandarhrepps byrjar núna mánudaginn 8. maí og endar með grillveislu og þjóðvegshreinsun 13. maí. 

Við hefjum vikuna með tveimur fræðsluerindum frá eftirtöldum aðilum mánudaginn 8. maí:
Fræðslan fer fram í Valsárskóla frá kl. 17:00 til 18:00, boðið verður upp á kaffi og sætt með.
  • NO fræðir okkur um sóun á vatni og hvernig draga mætti úr vatnsotkun án skerðingar á lífsgæðum
  • Umhverfis- og atvinnumálanefnd mun svo vera með erindi tengt sorpmálum.

Stóri ruslatínsludagurinn í Svalbarðsstrandarhreppi

Árleg hreinsun meðfram þjóðveginum fer fram 13. maí næstkomandi. Við ætlum að hittast klukkan 10 við Valsárskóla. Þar er hægt að nálgast einnota hanska, poka til að týna ruslið í og gul vesti. Við mætingu munum við skipta okkur upp á svæði við þjóðveginn en stefnan er að hreinsa meðfram eftirfarandi svæðum eins sjá má á myndinni (græn lína).

Að lokinni hreinsun verða grillaðar pylsur við Ráðhúsið. Ef einhver vil byrja heiman frá sér má hann enduilega láta Skrifstofu vita svo það verði tekið tillit til þess þegar raðað er á svæði meðfram þjóðveginn og hægt að koma pokum til viðkomandi. Ef fólk er með lítil börn með sér getum við raðað þeim á svæði sem henta.

Við höfum fært þetta aftur á laugardag líkt þetta var alltaf og vonumst við eftir met þáttöku. Það er búið að semja við veðurguðina og því tilvalin upphitun fyrir Eurovision að hitta mann og annan og taka skemmtigöngu meðfram þjóðveginum.

 

 

Í umhverfisviku er þessi þjónusta í boði:

✓Þeir sem þurfa gáma í styttri tíma til að fjarlægja t.d. rúlluplast eða mikið magn af timbri

geta fengið gáma til að losa rusl í. Pantað er í gegnum netfangið postur@svalbardsstrond.is

✓Auka gróðurgámur settur á gámasvæði í Vaðlareit

✓Gróðurtippur á Svalbarðseyri tekur á móti gróðurúrgangi

✓MOLTA aðgengileg á gróðurtipp á Svalbarðseyri, án endurgjalds

✓Mold má nálgast á gróðurtipp á Svalbarðseyri

Hvetjum við alla til að til að líta í nærumhverfi sitt og gera snyrtilegt fyrir sumarið. Víða má sjá gömul landbúnaðartæki, bílhræ og önnur verðmæti sem koma mætti inn í Hringrásarhagkerfið þannig að þau öðlist framhaldslíf. Betur sjá augu en auga og um að gera að vera vakandi fyrir því sem betur má fara.