Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra opnar fyrir umsóknir 12.10.22

Opið verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra frá kl. 13:00 miðvikudaginn 12. október, til kl. 13:00 fimmtudaginn 17. nóvember 2022.

Úthlutun fer fram í lok janúar 2023. Veittir eru styrir í eftirfarandi þremur flokkum:

  • Verkefnastyrkir á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar
  • Verkefnastyrkir á sviði menningar
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Í takt við sóknaráætlun landshlutans er lögð sérstök áhersla á verkefni er snúa að umhverfismálum.

Á heimasíðu SSNE má finna heimasvæði Uppbyggingarsjóðs þar sem hugmyndasmiðir og áhugasamir um fjármagn Sóknaráætlunar geta lesið sér til um eðli sjóðsins og hvað þarf að hafa í huga við umsóknarskrifin.

Auk þess munu ráðgjafar sjóðsins hjá SSNE standa fyrir rafrænum kynningarfundum þar sem farið verður yfir eðli Sjóðsins, umsóknargáttina, hagnýt ráð, verklagsreglur og fleira. Einnig verður opið fyrir spurningar er varða umsóknarferlið og einstaka verkefni, kjósi þátttakendur svo. Í grunninn verður sama efni tekið fyrir á báðum fundum, áhugasamir þurfa aðeins að velja sér tíma sem þeim hentar. Kynningarfundirnir verða ekki teknar upp.

Kynningarfundirnir fara fram í gegnum TEAMS og fá skráðir þátttakendur sent fundarboð. Vinsamlegast athugið að skrá ykkur fyrir kl. 10:00 þá daga sem fundir eru, til að tryggja að þið fáið fundarboð á tilsettum tíma.

Dagana 25. -28. október verða ráðgjafar sjóðsins hjá SSNE á faraldsfæti um landshlutann til að veita ráðgjöf fyrir einstök verkefni, meira um það síðar.