Varnargarður á Svalbarðseyri

Vinna við lagfæringar á varnargarði á Svalbarðseyri er langt komin. Gert er ráð fyrir að lagfæring og lenging varnargarðs við Svalbarðseyrarvita verði lokið í lok næstu viku (7.-11. mars). Varnargarður við vitann verður lengdur til suðurs en áfram verður hægt að komast að fjörunni við rásina við bílastæði eins og verið hefur. Unnið hefur verið að lagfæringum á varnargarði við gamla gróðurtippinn en síðasti hluti verksins er að laga grjóthleðslu fyrir framan Kjarnafæði.

Eins og myndin ber með sér verður töluvert rask við þessar framkvæmdir en ráðist verður í lagfæringar á svæðinu þegar vorar.