Verkefnislýsing deiliskipulags Eyrarinnar

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps auglýsir hér með verkefnislýsingu vegna vinnu við deiliskipulag „Eyrarinnar“ á Svalbarðseyri. Skipulagssvæðið nær frá Reykhúsinu Mógili í suðri og að íbúðarhúsunum við Svalbarðstjörn í norðri. Það afmarkast af ströndinni í vestri og nær yfir Hreppslóðina (sem áður var lóð KSÞ) og lóðina við Sigtúnir.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að koma óskum sínum og hugmyndum um skipulagið á framfæri á skrifstofu sveitarfélagsins. Haldinn verður fundur með hagsmunaaðilum, en tímasetning hans liggur ekki fyrir.

Verkefnislýsing