Viðgerð á vatnslögn í Smáratúni

Íbúar í Smáratúni vinsamlegast athugið að vegna viðgerða á vatnslögn í götunni eru menn frá Norðurorku við vinnu og gatan lokuð.
Búið er að færa bíla sem stóðu nyrst í götunni og hægt að komast að og frá Smáratúni um Elsubrekku og Laugartún. Vonandi verða þeir snöggir að finna bilunina og lagfæra en í millitíðinni er gott að passa að bílum sé ekki lagt nyrst í götunni þannig að leiðin sé greið.