Viðvaranir – Norðurland eystra

Veðurstofa hefur gefið út viðvaranir vegna hvassviðris eða storms á Norðurlandi eystra. Búast má við snörpum vinhviðum við fjöll, sunnan og suðvestan 18-25 m/s. Vindhviður við fjöll geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum og huga að niðurföllum.