Vinnuskóli Svalbarðsstrandarhrepps sumarið 2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vinnuskóla Svalbarðsstrandarhrepps hér sem er starfræktur yfir sumarmánuðina, þ.e. júní, júlí og ágúst. Öll ungmenni í 7. - 10. bekk grunnskólans sem eru með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi geta sótt um starf í Vinnuskólanum.