Vinnuskólinn sumarið 2021

Vinnuskóli Svalbarðsstrandarhrepps er starfræktur yfir sumarmánuðina, þ.e. júní, júlí og ágúst. Öll ungmenni í 7. - 10. bekk grunnskólans sem eru með lögheimili í Svalbarðsstrandarhreppi geta sótt um starf í Vinnuskólanum. Nemendur í 7. bekk vinna tvo fyrriparta í viku. Vinnutími er mánud.-fimmtud. 8-16 og 8-12 á föstudögum.

Vinnuskólinn hefur að leiðarljósi að skapa hollt og uppbyggjandi sumarstarf fyrir unglinga á aldrinum 14 – 16 ára (nemendur sem lokið hafa 8. – 10. bekk). Boðið er uppá störf fyrir nemendur í 7. bekk, tvo fyrriparta í viku á þriðjudögum og fimmtudögum. Reynt er að hafa sumarstörfin eins fjölbreytt og frekast er unnt, en fyrst og fremst er um að ræða umhverfisverkefni af ýmsum toga s. s. slátt og hirðingu lóða og opinna svæða, hreinsun rusls af vegsvæðum og víðar o.s.frv. Í starfi skólans er leitast við að unglingarnir kynnist þeim skyldum, sem því fylgir að taka þátt í atvinnulífi og að gera þá hæfari til starfa á almennum vinnumarkaði. Þeim er kennd notkun þeirra verkfæra, sem nauðsynleg eru og notast við þau verkefni, sem á hverjum tíma er unnið að. Þannig öðlist unglingarnir reynslu af verklegum störfum, sem að gagni getur komið síðar meir.

Á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps er að finna upplýsingar um Vinnuskóla, skráningarblöð, leyfisbréf, reglur Vinnuskólans og vinnutíma.

Sérstakur kynningarfundur um starfsemi Vinnuskóla Svalbarðsstrandarhrepps verður haldinn í Valsárskóla:

- Þriðjudaginn 8. júní kl. 14:00 fyrir nemendur fædda 2005, 2006, 2007 og 2008 (7.-10.bekk). Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir með á fundinn. Á fundinum verður farið yfir verkefni sumarsins, skiptingu í hópa, vinnureglur og launakjör.
- Litið er svo á að ef ungmenni mætir ekki á fundinn eða tilkynnir ekki forföll muni hann ekki þiggja vinnu við Vinnuskólann

Leyfisbréf fyrir vinnuskólann

Laun fyrir vinnuskóla falla ekki undir kjarasamninga, en sveitarstjórn hefur ákveðið að þau skuli vera hlutfall af launaflokki 115 þrepi 1 skv. kjarasamningum Einingar-Iðju. Eftirfarandi hlutfall var ákveðið:
Laun með orlofi

  1. bekkur 560 kr. á tímann
  2. bekkur 743 kr. á tímann
  3. bekkur 971 kr. á tímann
  4. bekkur 1.429 kr. á tímann

 

Flokksstjórar verða: Katla Björg Dagbjörtsdóttir og Fríða Kristín Jónsdóttir vinnuskoli@svalbardsstrond.is. Þær stöllur störfuðu með Vinnuskólanum sumarið 2020.

Hægt er að hafa samband við þær í síma;

  • Katla 8477966
  • Fríða 663798

 


Sjá einnig:

Reglur vinnuskólans
Vinnutímar vinnuskólans 2021
Skráning í vinnuskólann 2021