Geldingsárhlíð, Svalbarðsstrandarhreppi – kynning skipulagslýsingar vegna deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði ÍB23 og ÍB24

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 28. júní sl. að vísa skipulagslýsingu vegna deiluskipulags í Geldingsárhlíð í kynningarferli skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsverkefnið snýr að skipulagningu fimm íbúðarlóða á svæði sem skilgreint er sem íbúðarsvæði ÍB23 og ÍB24 í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins.

 

Skipulagslýsing vegna verkefnisins liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 1. september til 16. september 2021 og er auk þess aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, svalbardsstrond.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til fimmtudagsins 16. september 2021 til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á sbe@sbe.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

 geldingsa_ibudarlodir_deilisk_lysing_26-06-21_t-2.pdf