Gildistaka deiliskipulags Sunnuhlíðar

Þann 14. mars s.l. birtist auglýsing um gildistöku deiliskipulags fyrir Sunnnuhlíð í Svalbarðsstrandarhreppi í B-deild stjórnartíðinda.

Auglýsingin er svohljóðandi:

AUGLÝSING
um deiliskipulag Sunnuhlíðar í Svalbarðsstrandarhreppi

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur samþykkt deiliskipulag fyrir Sunnuhlíð í Svalbarðsstrandarhreppi. Deiliskipulagið var auglýst samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 73/1997 með athuga­semda­fresti til 31. desember 2010. Engar athugasemdir bárust.
Deiliskipulagssvæðið er um 7 ha að stærð og gert er ráð fyrir byggingu nýs 200 fm einbýlishúss til viðbótar við þau mannvirki sem fyrir eru á jörðinni. Deiliskipulagið tekur þegar gildi.

Svalbarðseyri, 24. febrúar 2011.
Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.