Heiðarholt, Svalbarðsstrandarhreppi – tillaga að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi

Tillaga að aðalskipulagi

Tillaga að deiliskipulagi

Auglýsing

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020; Heiðarholt. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að íbúðarsvæði Íb 21 er skilgreint í landi Heiðarholts vestan þjóðvegar 1. Á íbúðarsvæðinu verða alls fimm íbúðarlóðir. Stærð skipulagssvæðisins er um 4,1 ha. Breytingartillagan verður til sýnis á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps milli 9. júlí og 20. ágúst 2018 og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík. Tillagan er einnig aðgengileg á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps, svalbardsstrond.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til mánudagsins 20. ágúst 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 601 Akureyri, eða í tölvupósti á postur@svalbardsstrond.is.

 

Tillaga að deiliskipulagi í landi Heiðarholts, Svalbarðsstrandarhrepps. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 4. apríl 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í landi Heiðarholts skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið felur í sér heimild til byggingar þriggja íbúðarhúsa til viðbótar við tvö sem fyrir eru á skipulagssvæðinu. Tillagan liggur frammi á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps milli 9. júlí og 20. ágúst 2018 og á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps, svalbardsstrond.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast sveitarfélaginu í síðasta lagi mánudaginn 20. ágúst 2018 annaðhvort á sveitarskrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, Ráðhúsinu Svalbarðseyri, 601 Akureyri, eða á netfangið postur@svalbardsstrond.is.

 

F.h. Svalbarðsstrandarhrepps

Skipulags- og byggingarfulltrúi