Sólberg, Svalbarðsstrandarhreppi – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti á fundi sínum 13. desember 2021 að vísa skipulagstillögum vegna breytingar á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 og deiliskipulags fyrir íbúðarlóðir í landi Sólbergs í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulagsverkefnið snýr að skipulagi lóða fyrir fjögur íbúðarhús í landi Sólbergs.

 

Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 31. janúar til 14. febrúar 2022 og er auk þess aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, svalbardsstrond.is. Þann 14. febrúar milli kl. 12:00 og 15:00 mun fara fram opið hús á sveitarskrifstofunni vegna kynningarinnar þar sem skipulagstillögurnar liggja frammi og skipulags- og byggingarfulltrúi situr fyrir svörum. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til mánudagsins 14. febrúar til að koma athugasemdum eða ábendingum varðandi tillögurnar á framfæri. Erindi skulu vera skrifleg og skulu berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á sbe@sbe.is.

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi

 

 

Sólberg - deiliskipulag greinagerð

Sólberg - deiliskipulag

Sólberg - Aðalskipulag breyting