Verkefnislýsing vegna deiliskipulags nýrrar íbúðarbyggðar á Svalbarðseyri

Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps hefur auglýst verkefnislýsingu vegna vinnu við deiliskipulag nýrrar íbúðarbyggðar á Svalbarðseyri, á spildu úr landi Meðalheims norðan núverandi byggðar.

Skipulagssvæðið nær yfir íbúðarsvæði Íb4 í Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 og svæði V1 fyrir verslun og þjónustu. Það afmarkast af Svalbarðseyrarvegi, íþrótta- og skólasvæði og farvegi Valsár í suðri, helgunarsvæði Þjóðvegar 1 í austri, brekkurót í vestri og landamerkjum Meðalheims í norðri.

Verkefnislýsing