Bókasafnsnefnd

1. fundur 22. nóvember 2010 kl. 17:00 - 19:00
Nefndarmenn
  • Guðríður Snjólfsdóttir
  • Sólveig Guðmundsdóttir
  • Anna Jóhannesdóttir
  • Anna María Snorradóttir bókavörður.

Fundargerð bókasafnsnefndar
Fundur nýrrar bókasafnsnefndar var haldinn í ráðhúsinu, 22. nóv. 2010, kl. 17:00. Fundinn sátu Guðríður Snjólfsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Anna Jóhannesdóttir og Anna María Snorradóttir bókavörður.

[Dagskrá:]
1. hlutverkaskipan.
2. Málefni safnsins.

1. Skipting verka:
Guðríður formaður
Anna J. varaformaður
Sólveig ritari.

2. [Málefni safnsins]
Vitum ekki annað en stefnt sé að því að safnið fari upp í skólastjóraíbúðina. Spurning hvort skólasafnið fari líka þangað. Við teljum það góðan kost. Anna er að byrja að skrá safnið (flokkabækurnar) sem er afar seinlegt. Skáldsögurnar eru nú allar skráðar. Ætlar að hóa í okkur til hjálpar eftir þörfum. Fórum yfir bókatíðindin. Höfum um 200 þús. úr að spila.

Fundi slitið kl. 19:00