Kjörstjórn

4. fundur 24. október 2017 kl. 20:00
Nefndarmenn
  • Edda G. Aradóttir formaður
  • Stefán Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Árni Jónsson aðalmaður
  • Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

4. fundur kjörnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2014 - 2018 var haldinn í Ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 24. okt. 2017 kl. 20:00.

Mættir voru Edda G. Aradóttir formaður, Stefán Sveinbjörnsson aðalmaður, Árni Jónsson aðalmaður og Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1710014 – Undirbúningur fyrir alþingiskosningar þann 28. okt. næstkomandi.

 

Nokkur atriði þurfa að vera í lagi.

Góð nettenging, tölva, prentari og skanni þurfa að vera á staðnum.

Þrír kjörklefar verða á staðnum og góð aðstaða fyrir kjörstjórn.

Sveitarstjóra og húsverði er falið að finna kjörklefana og setja þá upp.

Dyravörður verður Hanna Dóra Ingadóttir.

Kjörstjórn mætir ásamt sveitarstjóra kl. 09:00 þann 28/10.

Auglýsing um kosningarnar var sett í Ströndung sem kom út í síðustu viku og var auglýsingin einnig sett á heimasíðu og facebook síðu sveitarfélagsins.

 

Auglýsingin var svohljóðandi:

 

Tilkynning

Kjörfundur í Svalbarðsstrandarhreppi vegna alþingiskosninga 2017 verður laugardaginn 28. október 2017 og hefst kl.10:00.

Kosið verður í Valsárskóla (gengið inn að sunnan).

Stefnt er að lokum kjörfundar kl. 18:00 en tekið skal fram að ekki má loka kjörstað fyrir kl. 22:00 nema kjörfundur hafi staðið í átta tíma og hálftími sé liðinn frá því að kjósandi gaf sig síðast fram.

Kjósendur eru því hvattir til að mæta nægilega snemma til að tryggja að þeir geti greitt atkvæði. Ennfremur eru kjósendur beðnir að hafa skilríki meðferðis.

Nánari upplýsingar um alþingiskosningarnar er að finna á http://www.kosning.is/

 

Kjörstjórn Svalbarðsstrandarhrepps

Fundi slitið kl. 20.30