Kjörstjórn

1. fundur 06. október 2010 kl. 17:00
Nefndarmenn
  • Guðmundur Stefán Bjarnason oddviti sveitarstjórnar
  • Stefán Sveinbjörnsson
  • Árni Jónsson
  • Edda Guðbjörg Aradóttir
  • Jón Hrói Finnsson

Fundargerð

1. fundur kjörstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn miðvikudaginn 6. október 2010 kl. 17 í ráðhúsinu Svalbarðseyri.

Fundarmenn: Guðmundur Stefán Bjarnason, oddviti sveitarstjórnar, Stefán Sveinbjörnsson, Árni Jónsson, Edda Guðbjörg Aradóttir og Jón Hrói Finnsson.

Fyrir var tekið:

1. Verkaskipting nefndar
Stefán Sveinbjörnsson var kjörinn formaður nefndarinnar, Árni Jónsson var kjörinn varaformaður og Edda Aradóttir var kjörin ritari.
Að kjöri loknu vék Guðmundur af fundi.

2. Undirbúningur kosninga til stjórnlagaþings.
Erindi frá dómsmálaráðuneyti dagsett 21. september 2010 um undirbúning kosninga til stjórnlagaþings. Nefndin álítur að best sé að koma kjörklefum fyrir í íþróttasal Valsárskóla. Í ljósi fyrirkomulags kosninganna þykir rétt að fjölga kjörklefum. Að öðru leiti er reiknað með að framkvæmdin verði samkvæmt venju.
Sveitarstjóra er falið að afla upplýsinga um upplýsingagjöf vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu, svara fyrirspurnum ráðuneytisins og finna leiðir til að fjölga kjörklefum.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 17:40