Kjörstjórn

8. fundur 22. maí 2024 kl. 13:00 - 14:30 Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Edda G. Aradóttir formaður
  • Bryndís Hafþórsdóttir
  • Vignir Sveinsson
Starfsmenn
  • Fannar Freyr Magnússon skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Fannar Freyr Magnússon Skrifstofustjóri

Dagskrá:

  1. 2405008 – Forsetakosningar 2024

Kjörstjórn fór yfir helstu atriði sem þarf að undirbúa fyrir kjörfund þann 1. júní næstkomandi.
Skrifstofustjóri mun sjá um uppsetningu á tölvubúnaði (tryggja að nettenging sé í lagi, prentari uppsettur og tölva sé uppsett fyrir kjörfundinn.
Yfirmaður fasteigna mun koma að uppsetningu merkinga fyrir kjörfundinn í samstarfi við kjörstjórn. Tryggja þarf að inngangar og bílastæði séu merkt rétt.
Þrír kjörklefar verða á staðnum og góð aðstaða fyrir kjörstjórn ásamt aðstöðu fyrir umboðsmenn frambjóðenda.
Kjörklefar verða settir upp í samvinnu við yfirmann fasteigna daginn fyrir kosningar. Búið er að ræða við dyraverði sem munu starfa á kjörstað.
Kjörstjórn mætir klukkan 08:00, laugardaginn 1. júní 2024.
Auglýsing um kosningarnar hefur verið sett á heimasíðu sveitarfélagsins. Skrifstofustjóra falið að kanna hvernig best er að senda auglýsingu bréfleiðis til íbúa.

Auglýsingin er svohljóðandi:
Kjörstaður í Svalbarðsstrandarhreppi vegna forsetakosninganna 1. júní 2024 verður í Valsárskóla. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og stefnt er að því að ljúka kjörfundi kl. 17:00. Gengið verður inn í Valsárskóla að sunnanverðu en nánari leiðbeiningar munu birtast á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps þegar nær dregur kjördegi.
Á kjörstað gerir kjósandi grein fyrir sér með framvísun skilríkja með mynd eða á annan fullnægjandi hátt. Bent er á að ef nota á stafræn ökuskírteini þá þarf að huga að uppfærslu þeirra áður en komið er á kjörstað.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag á kjörstað má finna á https://island.is/hvernig-er-kosid
Upplýsingar um kosningu utan kjörfundar má finna á https://island.is/v/forsetakosningar-2024/kosning-utan-kjorfundar

Kjörskrá er aðgengileg á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps auk þess sem finna má upplýsingar um sinn kosningarstað á https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/forsetakosningar/

Á kjördegi hefur kjörstjórn aðsetur í Valsárskóla, sími 464-5519 eða 860-3748.
Kjörstjórnin í Svalbarðstrandarhreppi 16. maí 2024.

Edda G. Aradóttir, Bryndís Hafþórsdóttir og Vignir Sveinsson



Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:00.