Skipulagsnefnd

37. fundur 09. mars 2014

Fundargerð

37. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 10. mars 2014 kl. 07:00.

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Stefán H. Björgvinsson varaformaður, Bergþóra Aradóttir ritari og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Bergþóra Aradóttir, ritari skipulagsnefndar.

Dagskrá:

1. 1202016 - Deiliskipulag byggðar norðan Valsár
Lögð fram drög að verkefnislýsingu fyrir vinnu við deiliskipulag byggðarinnar norðan Valsár á Svalbarðseyri.
Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki þessi drög að verkefnislýsingu, málið verði auglýst og haldinn kynningarfundur.

2. 1312001 - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Í bréfi frá 4. mars 2014 óskar Máni Guðmundsson eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu túnvegar á milli jarðanna Halllands og Meyjarhóls sbr. meðfylgjandi afstöðumynd og kennisnið.
Skipulagsnefnd leggur til að senda erindið inn til Skipulagsstofnunar og leita meðmæla hennar við erindinu skv 1 tölulið bráðabirgðaákvæði skipulagslaga nr 123/2010.

3. 1311001 - Ósk um endurskoðun/breytingu á deiliskipulagi jarðarinnar Sunnuhlíð
Í bréfi frá 4. mars 2014 óskar Valtýr Þór Hreiðarsson eftir umsögn sveitarstjórnar um skipti lóðar út úr jörð Sunnuhlíðar skv. meðfylgjandi teikningu og töku hennar úr landbúnaðarnotum.
Þar sem umsögn sveitarstjórnar liggur þegar fyrir sbr fundargerð 60 sveitarstjórnarfundar 14 janúar 2014 telst erindið afgreitt.

4. 1403004 - Deiliskipulag Þórisstaða
Í bréfi tölvupósti frá 7. mars 2014 óskar Stefán Tryggvason og eftir heimild skipulagsnefndar til að hefja vinnu við deiliskipulag jarðarinnar Þórisstaða. Í tölvupósti frá 28. febrúar hafði Stefán áður óskað eftir afstöðu skipulagsnefndar til áforma um að sækja um undanþágur frá ákvæðum d. liðar greinar nr. 5.3.2.5.í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægðarmörk frá þjóðvegum.
Stefán Tryggvason mætir á fund nefndarinnar.
Stefán Tryggvason mætti á fundinn undir þessum lið og fór yfir áætlanir sínar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki erindið enda falla skilgreindir byggingareitir að ákvæðum skipulagslaga og byggingareglugerðar. Mælir nefndin með því að skipulagið verði sett í kynningu.
Stefán beindi þeirri spurningu til nefndarinnar hvort lýsing í aðalskipulagi um meginforsendur deiliskipulags sé nægjanleg verkefnislýsing þannig að hægt sé að falla frá henni við gerð deiliskipulagsins. Samkvæmt símtali við Skipulagsstofnun kom fram að gera þyrfti ítarlegri verkefnislýsingu en er í þessu tilfelli tekið fram í aðalskipulagi og auglýsa hana.

5. 1401023 - Umsókn um leyfi fyrir tímabundinni efnislosun
Áður á dagskrá 36. fundar skipulagsnefndar þann 10. febrúar 2014.
Óskað hefur verið eftir frekari gögnum frá umsækjanda vegna grenndarkynningar skv. ákvörðun skipulagsnefndar á 36. fundi. Umbeðin gögn hafa ekki borist. Lagðar fram teikningar af hugmyndum um nýjan útsýnispall sbr. bókun nefndarinnar frá sama fundi.
Skipulagsnefnd vísar í niðurstöðu nefndarinnar frá síðasta fundi sem var nr. 36, 10 febrúar 2014, um að sveitarstjórn heimili grenndarkynningu þegar gögn liggja fyrir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.