Skipulagsnefnd

18. fundur 11. febrúar 2008 kl. 18:00

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

18. fundur

Árið 2008, mánudaginn 11. febrúar kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 18. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

  1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vaðlaborga A í landi Veigastaða (sent í tölvupósti).

Skipulagsanefnd fór yfir uppdráttinn og skipulagsskilmálana og fer fram á að sett verði inn í greinargerð að núverandi eigendur Vaðalborgir ehf kt.410405-1130 sjái um stofnframkvæmdir þ.e. vegi og lagnir ásamt frágangi sameiginlegara svæða. Jafnframt bendir skipulagsnefnd á að nauðsynlegt er að kafli 5.5 verði lagfærður, þ.e. ákvæði um rotþrær,brunavatn o.fl. Einnig telur skipulagsnefnd æskilegt að sett verði kvöð í skipulaginu um að stofna skuli formlegt félag eigenda um sameiginlegan rekstur á svæðinu. Vísað er til bókunar frá 10.desember 2007.

 

2.Deiliskipulag íbúðarbyggðar í landi Sólbergs - skilmálar.

Farið var yfir drög að yfirlýsingu framkv.leyfishafa/landeigenda vegna skipulags í landi Sólbergs og forsendur framkv.leyfis.

Einnig var ákv. að senda bréf til Vegagerðarinnar um hvernig aðkoma hennar verður að Sólaheimavegi.

 

3.Erindi frá Viggó Benediktssyni dags. 7.febrúar s.l. v/ósk um breytingu á byggingareit á lóðinni Kotabyggð 37.

Skipulagsnefnd getur ekki mælt með að erindið verði samþykkt eins og það er lagt fyrir. Nefndin bendir á að í fylgigögnum umsóknarinnar er grunnmynd og snið af fyrirhuguðu húsi sem fellur ekki að skilmálum svæðisins varðandi hámarksstærð og þakhalla.

 

4. Skipulagsstofnun dags. 30 janúar s.l. v/byggingu frístundahúss í landi Sunnuhlíðar.

Lagt fram til kynningar.

 

5.Bréf frá Skipulagsstofnun dags.5. febrúar s.l. v/aðalskipulagsgerð sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

 

6.Frumvarp til skipulagslaga.

Lagt fram til kynningar.

 

7.Frumvarp til laga um frístundabyggð.

Lagt fram til kynningar.

 

8.Frumvarp til laga um mannvirki og frumvarp til laga um breytingu á lögum um brunavarnir (sjá heimasíðu samband.is)

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 22.30