Skipulagsnefnd

20. fundur 02. apríl 2008

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

20. fundur

 

Árið 2008, miðvikudag 2. apríl kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 20. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

  1. Bréf frá umhverfisnefndAlþingis dags. 26. febrúar s.l. þar sem óskað er umsagnar um eftirtalin frumvörp: Skipulagslög, 374. mál heildarlög , mannvirki, 375. mál heildarlög og brunavarnir, 376. mál, flutningur verkefna Brunamálastofnunar o.fl. Lagt fram á síðasta fundi.

 

Skipulagsnefnd tekur undir það sem kemur fram í umsögn um frumvörp til mannvirkjalaga og skipulagslaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Drögum frá 27. mars 2008. Nefndin tekur ekki afstöðu varðandi flutning verkefna Brunamálastofnunar. .

 

2.Erindi frá Hauki Halldórssyni dags. 23. mars s.l. f.h. eigenda Veigastaða IM, þar sem hann ítrekar umsókn sína varðandi heimild til að byggja geymsluhúsnæði norðan við Værðarhvamm.

 

Nefndin tók jákvætt í erindið á fundi í janúar. Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að senda erindið til afgreiðslu skv. 3.tl bráðbirgðaákæðis skipulags- og byggingarlaga. Nauðsynlegt er að umsagnir Vegagerðar og Heilbrigðiseftirlits liggi fyrir áður en umsóknin er send. Einnig þarf að liggja fyrir uppdráttur í ekki stærri mkv. 1:1000 þar sem fram kemur staðsetning frárennslis, byggingareits o.fl.

 

3.Erindi frá Einari Erni Grant dags. 17.mars s.l. þar sem óskað er að byggja gestahús skammt austan við íbúðarhúsið. Jafnframt er gert ráð fyrir að fjárhús verði rifið.

 

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og leggur til að erindið verði sent til afgreiðslu skv. 3.tl. bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga. Nauðsynlegt er að umsögn Heilbrigðiseftirlits liggi fyrir varðandi frárennsli.

 

4. Afrit af bréfi Vegagerðarinnar til Hauks Halldórssonar dags. 6. febrúar s.l. varðandi lengingu Vaðlabrekkuvegar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

5.Bréf frá Óbyggðanefnd dags. 26. mars s.l., þar sem kynntar eru kröfur fjármálaráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á vestanverðu Norðurlandi (syðri hluti), svæði 7.

 

Lagt fram til kynningar.

 

6.4. fundur samvinnunefndar um SSE 14. apríl n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

 

7. Skipulagsdagurinn 2008 verður haldinn 8. og 9. maí n.k. Samráðfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál og umhverfismat.

 

Lagt fram til kynningar.

 

8. Erindi frá Landgræðslu ríkisins dags. 25.mars s.l. varðandi samráð við sveitarfélög varðandi héraðsáætlanir Landgræðslunnar.

 

Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd beinir því til sveitarstjórnar að skipa tengilið verkefnisins.

 

9.Fundargerð 63. fundar bygginganefndar Eyjafjarðar dags. 17.mars s.l.

 

Lagt fram til kynningar.

 

10. Deiliskipulagstillaga vegna íbúðarbyggðar Vaðlaklifi, Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhreppi.

 

Skipulagsnefnd gerir eftirfarandi athugasemdir við erindið:

Afmörkun skipulagsreits er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag. Í því sambandi er bent á að brekkan að austanverðu er skipulögð sem opið svæði í aðalskipulagi.

Skipulagsnefnd fer fram á að umsögn liggi fyrir frá Eldvarnareftirliti varðandi brunavatn.

Einnig er nauðsynlegt að lagfæra skýringartexta (veitur). Umsögn Heilbrigðiseftirlits þarf að liggja fyrir varðandi frárennsli og umsögn Norðurorku vegna vatnslagna.

Einnig bendir skipulagsnefnd á að líklega þarf að sækja um undanþágu fyrir lóð nr. 1 varðandi fjarlægð frá vegi.

 

11.Deiliskipulagstillaga vegna stækkunar íbúðabyggðar Vaðlabrekku í landi Veigastaða Svalbarðsstrandahreppi.

 

Lagt fram til kynningar. Skipulagnefnd gerir þó eftirfarandi athugasemdir við tillöguna:

Lóð númer 15 hefur þegar verið samþykkt skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæðis í skipulags- og byggingarlögum. Samkvæmt aðalskipulagi dags 17.07.2007 mega einungis vera 14 hús á skipulagssvæðinu en ekki 16 eins og tillagan gerir ráð fyrir (fjölgun um þrjú hús ekki sex). Einnig eru skipulagsmörk ekki rétt. Hönnuði hefur yfirsést breyting á aðalskipulagi 15.12.2006 þar sem lóðum var fjölgað úr 10 í 12 og síðan 17.07.2007 úr 12 í 14. Umsögn Heilbrigðiseftirlits þarf að liggja fyrir varðandi frárennsli þegar skipulagstillagan verður lögð fyrir í endanlegri útfærslu.

Einnig fer skipulagsnefnd fram á að umsögn liggi fyrir frá Eldvarnareftirliti varðandi brunavatn.

Skipulagsnefnd hefur borist ábending frá Landsskrá fasteigna um að þinglýst hafi verið nafni/númeri lóðar sem ekki hefur farið í lögformlegt deiliskipulagsferli. Það eru tilmæli Landsskrár að framvegis fari svona mál í réttan farveg.

Skipulagsnefnd furðar sig á að svona geti gerst athugasemdalaust hjá Sýslumanns- embættinu á Akureyri.

12. Deiliskipulagstillaga vegna íbúðarbyggðar Veigahvamms og frístundabyggðar Veigahalls, Veigastöðum, Svalbarsstrandarhreppi.

 

Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd gerir eftirfarandi athugasemdir við tillöguna: Mörk skipulagssvæðanna eru ekki á samræmi við gildandi aðalskipulag. Í aðalskipulagi er kveðið á um að 1 – 3 hús skuli vera á hektara sumarhúsasvæðis með lágmarksstærð 3000m2 lóðar og íbúðarhúsareiturinn skal skv. aðalskipulagi vera 1.1 ha. Einnig er komið frístunda hús á lóð Værðarhvamms. Skipulagsnefnd fer fram á að umsagna verði leitað hjá eftirfarndi stofnunum, Vegagerðar vegna tengingar íbúðarhúsalóða við Vaðlaheiðarveg, Norðurorku vegna vatnslagna og Heilbrigðiseftirlits vegna frárennslismála. Einnig er athugandi hvort hámarksstærð frístundahúsanna ætti ekki að vera í samræmi við önnur sumarhús á sama svæði. Anna Fr. Blöndal tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

 

 

13. Sandnám úr fjöru Veigastaða. Fyrirspurn frá Hauki Halldórssyni um hvaða möguleikar eru á því og hvaða leyfi þarf og frá hverjum.

 

Árna falið að svara erindinu.

 

 

14. Fyrirspurn frá Einn + tveir ehf., varðandi möguleika á að breyta efsta hluta Kotabyggðar í íbúðarhúsabyggð.

 

Umræður urðu nokkrar og skiptar skoðanir. Erindinu vísað til sameiginlegs fundar sveitarstjórnar og skipulagsnefndar þann 9.apríl næstkomandi.

 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 00.15