Skipulagsnefnd

22. fundur 05. júní 2008

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

 

 

 

22. fundur

 

Árið 2008, miðvikudag 5. júní kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 22. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

  1. Íbúafundur 22. maí s.l. um tillögu að aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008 - 2020.

 

Íbúafundur var 22.maí og farið yfir forsendur og markmið Aðalskipulagssins. Rúmlega 20 manns mættu á fundinn og voru umræður málefnalegar. Nokkrir tóku til máls með fyrirspurnir og sátu þeir fyrir svörum Árni Ólafsson, Árni Bjarnason, Gylfi Halldórsson og Guðmundur Bjarnason. Auglýsingatíma og athugasemdafresti lýkur 26. júní.

 

2.Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 8. maí s.l. v/breytingu á deiliskipulagi Vaðlaborga A, frístundabyggð í landi Veigastaða.

 

Lagt fram til kynningar.

 

3.Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 29.maí s.l. v/deiliskipulag íbúðarbyggðar í landi Sólbergs.

 

Lagt fram til kynningar.

 

4. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 29.maí s.l. v/byggingu gestahúss í landi Litla Hvamms.

 

Lagt fram til kynningar.

 

5.Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 28.maí v/geymsluhúsnæði á lóð úr landi Veigastaða.

 

Lagt fram til kynningar.

 

6.Minnisblað frá fundi fulltrúa aðildarsveitarfélaga byggingarnefndar og byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis.

 

Lagt fram til kynningar.

 

7.Samningur um rekstur á byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðarsvæðis og skipan byggingarnefndar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

8.Skoðunarferð 21. maí síðastliðinn v/skipulagstillögu um stækkun íbúðarbyggðar Vaðlabrekku í landi Veigastaða.

 

Í skoðunarferðina fór skipulagsnefnd ásamt sveitarstjóra og arkitektunum Árna Ólafssyni og Ágústi Hafsteinssyni.

 

9.Deiliskipulagstillaga vegna stækkunar íbúðabyggðar Vaðlabrekku í landi Veigastaða, sbr. 4.lið síðasta fundar og afgreiðslu Sveitarstjórnar frá 13.maí s.l.

 

Anna Blöndal leggur til eftirfarandi bókun: “Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði auglýst eins og það liggur fyrir með þeim skilyrðum að lóð 8 verði felld út og frárennslismál lóð nr. 7 og 9 verði leyst í samráði við Heilbrigðiseftirlit” Þessi bókun var ekki samþykkt af meirihluta skipulagsnefndar en lögð til eftirfarandi breyting á bókuninni af Gylfa og Hring. “Skipulagsnefnd leggur til að að deiliskipulagið verði sent í auglýsingu eins og það liggur fyrir með því skilyrði að lóð 8 verði felld út og lóð 10 breytt þannig að greið gönguleið sé meðfram læknum og númerum lóða verði breytt í samræmi við að lóð 8 falli út. Frárennslismál lóða nr. 7 og 9 verði leyst í samráði við Heilbrigðiseftirlit og brunahanar staðsettir.” Síðari bókunin samþykkt með tveim atkvæðum gegn einu. Skipulagsnefnd áréttar síðan bókun fundar 7.maí lið 4 varðandi yfirlýsingu byggða á verklagsleglum.

 

10.Deiliskipulagstillaga vegna íbúðarbyggðar Veighvamms og frístundabyggðar Veigahalls í landi Veigastaða sbr. 7.lið síðustu fundargerðar og afgreiðslu sveitarstjórnar 13. maí s.l.

 

Skipulagsnefnd viðurkennir að ekki var farið rétt með kröfur varðandi fjarlægð á raflínum frá mannvirkjum þar sem talað er um 25m sem mun vera helgunarsvæðið undir línunni skv.stöðlum. Ekki liggur enn fyrir álit Vegagerðar varðandi veg-tengingar við Vaðlaheiðarveg inn á svæðið þar sem hún hefur farið fram á verkfræðilega úttekt á vegstæðinu. Enn er eftir að skoða mörk milli svæða skv. gildandi Aðalskipulagi sbr. lið 12 frá 2.apríl. Afgreiðslu frestað.

 

11.Tillaga um að fjölga um tvær lóðir á frístundabyggðinni Heiðarbyggð í landi Geldingsár.

 

Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði tillaga að deiliskipulagsbreytingu og samræmdir skilmálar á sumarhúsasvæðum í landi Geldingsár. Skipulagsnefnd fer einnig fram á að gert verði ráð fyrir svæði fyrir sorpgám. Skipulagsnefnd bendir á að lóð 12a liggur alveg að landamerkjum milli Sólbergs og Geldingsár þannig að samkomulag verður að liggja fyrir milli landeigenda um staðsetningu byggingarreits.

 

12.Bréf frá Skipulagsstofnun varðandi Umhverfisskýrslu í auglýstri tillögu að Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps.

 

Lagt fram til kynningar. Bréfið hefur verið sent Árna Ólafssyni. Sveitarstjóra og skipulagshönnuði falið að bregðast við bréfinu.

 

13.Bréf frá Kristjáni Kjartanssyni varðandi heimild til að byggja íbúðarhús á lóð skv. meðfylgjandi uppdrætti.

 

Skipulagsnefnd samþykkir að leita meðmæla Skipulagsstofnunar skv. 3.tl bráðabirgðaákvæða Skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997. Áður en sótt er um meðmæli Skipulagsstofnunar þarf að liggja fyrir samþykki landeigenda Mógils II og eigenda Mógils I ásamt samþykki Svalbarðs vegna nálægðar byggingarreits við landamerki.

 

 

 

 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 24.00