Skipulagsnefnd

25. fundur 04. september 2008

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

 

 

25. fundur

 

Árið 2008, fimmtudag 4. september kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 25. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Afrit bréfs Skipulagsstofnunar til umhverfisráðuneytisins dags. 14. ágúst s.l., þar sem stofnunin mælir með að Aðalskipulag. Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 verði staðfest samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Kynnt.

 

  1. Afgreiðsla sveitarstjórnar á erindi frá Sveinberg Laxdal dags. 14. ágúst s.l. varðandi kæruleið v/aðalskipulagstillögu.

Kynnt.

 

  1. Tillaga að deiliskipulagi vegna stækkunar og breytinga á íbúðarbyggðinni Vaðlabrekku í landi Veigastaða – Athugasemdir .

Ein athugasemd barst á auglýsingatímanum, frá Norðurorku varðandi brunavatn og heimlagnagjöld. Bætt verður inn í skipulagsskilmálana í lið 2.0 Almenn, atriði eftirfarandi setningu “Lóðarhafar eða framkvæmdaaðili þarf að semja um kostnað við Norðurorku verði hann umfram venjuleg heimlagnagjöld miðað við verðskrá.” Hvað varðar brunavatn vísast til “Yfirlýsingar framkvæmdaleyfishafa / landeiganda vegna deiliskipulags.” Skipulagsnefnd mælir með að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Jafnframt verði gengið frá yfirlýsingu á grundvelli verklagsreglna um deiliskipulag á vegum einkaaðila.

 

  1. Deiliskipulagstillaga vegna íbúðabyggðar Veigahvamms og frístundabyggðar Veigahalls í landi Veigastaða – Athugasemdir .

Ein athugasemd barst á auglýsingatímanum, frá Norðurorku varðandi brunavatn og heimlagnagjöld. Ein athugasemd barst á auglýsingatímanum, frá Norðurorku varðandi brunavatnog heimlagnagjöld. Bætt verður inn í skipulagsskilmálana í lið 2.0 Almenn, atriði eftirfarandi setningu “Lóðarhafar eða framkvæmdaaðili þarf að semja um kostnað við Norðurorku verði hann umfram venjuleg heimlagnagjöld miðað við verðskrá.” Hvað varðar brunavatn vísast til “Yfirlýsingar framkvæmdaleyfishafa / landeiganda vegna deiliskipulags.” Varðandi frístundalóðirnar er bent á að þær eru utan þrýstisvæðis Norðurorku (140m) og verð því lóðarhafar að gera ráðstafanir á eiginkostnað vegna þess. Skipulagsnefnd mælir með að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum. Gengið verði frá yfirlýsingu á grundvelli verklagsreglna um deiliskipulag á vegum einkaaðila og henni þinglýst á svæðið.

 

 

 

  1. Tillaga til breytinga á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Geldingsár - Athugasemdir.

Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum. Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt.

 

  1. Deiliskipulagstillaga vegna íbúðarbyggðar Vaðlaklifi, landspildu úr landi Veigastaða.

Skipulagsnefnd gerir nokkrar athugasemdir við greinargerð m. Deiliskipulagstillögunnni. Árna falið að koma þeim á framfæri við Arkitektastofuna Form / Ágúst Hafsteinsson. Skipulagsnefnd leggur til að Deiliskipulagstillagan verði send í auglýsingu þegar athugasemdunum hefur verið mætt.

 

  1. Afrit af tölvupósti frá Guðmundi Heiðrekssyni hjá Vegagerðinni dags. 21. ágúst s.l. þar sem samþykkt er vegtenging fyrir Vaðlaklif.

Kynnt.

 

  1. Fyrirspurn frá Kristjáni Eldjárn Jóhannessyni dags. 28. ágúst s.l. varðandi leyfi til að leggja slóða inn á Vaðlaklifið.

Frestað. Árna falið að ræða við Kristján Eldjárn.

 

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 30. júlí s.l. v/viðbyggingu við frístundahúið Bjarnaborg.

Kynnt.

 

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 30. júlí s.l. v/viðbyggingu við fjós að Svalbarði.

Kynnt.

 

  1. Breyting á deiliskipulagi Vaðlaborga A, frístundabyggðar í landi Veigastaða. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 24. júlí, 20. ágúst og 27. ágúst s.l. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 25. ágúst s.l., auk bréfa Svalbarðsstrandarhrepps til umhverfisráðuneytisins dags. 8. júlí og Skipulagsstofnunar 10. júlí s.l.

Kynnt.

 

  1. Tölvupóstur frá Birni B. Sveinssyni, eiganda Kotabyggðar 35, dags. 29. júlí og 15. ágúst s.l.

Kynnt.

 

  1. Tölvupóstur frá Ívari Erni Guðmundssyni hjá Nexus arkitektum dags. 11. og 15. ágúst s.l. v/niðurstöðu í deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Sólbergs.

Skipulagsnefnd vísar til bókunar frá 23. fundi og óskar eftir að sveitarstjóri athugi hvort mögulegt er að ná sátt í málinu.

 

  1. Bréf frá Pétri Bolla Jóhannessyni, skipulagsstjóra Akureyrarbæjar dags. 18. ágúst s.l. v/Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020.

Kynnt.

 

 

  1. Svarbréf frá Skipulagsstofnun dags. 26. ágúst s.l. v/beiðni um hækkað kostnaðarframlag vegna aðalskipulagsvinnu.

Kynnt.

 

  1. Fundargerð 68. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 19. ágúst s.l.

Kynnt.

 

  1. Ernindi frá Ara Fossdal v. sölu á landspildu í landi Geldingsár.

Skipulagsnefnd álítur að í þessu máli sé ekki nauðsynlegt að fara í grenndarkynningu þar sem einungis er um að ræða breytingu á lóðarmörkum.

 

 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 23.00