Skipulagsnefnd

13. fundur 06. september 2007

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

 

13. fundur

 

Árið 2007,fimmtudaginn 6. september kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 13. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Bréf fráUmhverfisráðuneytinu dags. 22 ágúst s.l. v/staðfestingu ráðherra á breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 1994 – 2014 vegna íbúðar og frístundabyggðar í suðurhluta hreppsins.

 

Lagt fram til kynningar.

 

2. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 27. ágúst s.l. vegna staðfestingar ráðherra á niðurfellingu Svæðisskipulags Eyjafjarðar 1998 - 2018.

 

Lagt fram til kynningar.

 

 

3.Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 27. ágúst s.l. vegna staðfestingar ráðherra á breytingu Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 – 2018, Blómsturvallavegur, Hörgárbyggð.

 

Lagt fram til kynningar.

 

4. Endurauglýsing á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vaðlabyggðar, íbúðasvæðis í landi Veigastaða og tillögu að deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Heiðarholts.

 

Lagt fram til kynningar.

 

5. Bréf frá Sigurjóni H. Jónssyni, Þóru Hjaltadóttur og Hilmari Þór Sigurjónssyni, eigendum Móafells, dags. 15. ágúst s.l. vegna tafa á afgreiðslu byggingarleyfis.

 

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að veitt verði framkvæmdaleyfi fyrir vinnuskúr og lagningu heimtauga en ekki verði haldið áfram með vegaframkvæmdir fyrr en deiliskipulag liggur fyrir.

 

6.Bréf frá Þresti Sigurðssyni f.h. Gunnars Malmquist, Hrafnabjörgum 3, Akureyri dags. 21 ágúst s.l., þar sem óskað er eftir leyfi til að byggja kjallara undir óbyggt sumarhús að Heiðarbyggð 5 í landi Geldingsár.

 

Skipulagsnefnd getur ekki mælt með erindinu þar sem stærð hússins með kjallara er tvöfalt meiri en byggingaskilmálar svæðisins kveða á um.

 

7.Deiliskipulagstillaga að íbúðasvæði í landi Sólbergs. Álit Árna Ólafssonar arkitekts á skipulagsskilmálum o.fl.

 

Í framhaldi af bókun síðasta fundar varðandi deiliskipulag í landi Sólbergs var farið yfir nokkra punkta frá Árna Ólafssyniarkitekt. Skipulagsnefnd tekur undir athugasemdir arkitektsins og felur sveitarstjóra að halda áfram með málið. Beðið er eftir svari Skipulagsstofunar varðandi ábyrgð sveitarfélags vegna deiliskipulags á vegum einkaaðila.

 

8. Fundargerð 61. fundar bygginganefndar Eyjafjarðar frá 21. ágúst s.l..

 

Lagt fram til kynningar.

 

9. Afrit af bréfi frá Skipulagsstofun til Björgunar ehf, dags.4.sept 2007, varðandi umsókn um námaleyfi í Eyjafirði.

 

Lagt fram til kynningar..

 

 

Fleira ekkifært til bókar. Fundi slitið kl. 22.55