Skipulagsnefnd

9. fundur 21. maí 2007

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

 

9. fundur

 

Árið 2007,mánudagur. 21.maí kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 9. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

 

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Verklagsreglur um deiliskipulag á vegum einkaaðila – Endurskoðun.

 

Rætt um að fá samráðsfund með Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar.Í framhaldi af þeim fundi endurskoðaðar verklagsreglurnar.

 

  1. Endurskoðuð deiliskipulagstillaga vegna Vaðlabyggðar.

 

Nokkrar umræður urðu um frárennslismál frá húsum við Vaðlaheiðarveg, lóðir nr.11 til 14 ásamt lóðum nr. 5 og 6. Skipulagsnefnd samþykkirfyrir sitt leyti að deili- skipulagstillagan fari í hefðbundið auglýsingaferli en leitað verði leiða til að leysa frárennslismál þessara sex húsa sameiginlega. Skoða m.a. að koma þeim lögnum í sameiginlega rotþró með Kotabyggð.

 

3. Deiliskipulagstillaga vegna íbúðabyggðar Heiðarholti

 

Skipulagsnefnd mælir með fyrir sitt leyti að deiliskipulagstillagan fari í hefðbundið auglýsingaferli. Skipulagsnefnd mun leita umsagnar Heilbrigðiseftirlits varðandi frárennslis mál lóðanna.

 

4.Drög að deiliskipulagstillögu vegna íbúðarbyggðar Vaðlaklifi, Veigastöðum.

 

Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd bendir á að leysa þarf frárennslis mál lóðanna oghæðarsetja veginn að húsunum. Æskilegt væri að lagðar yrðu fram teikningar, lega og snið af honum. Einnig þarf að sækja um undanþágu fyrir húsin vegna nálægðar við Veigastaðaveg.

 

5.Bréffrá umhverfisráðuneytinu dags. 8. maí s.l. varðandi undanþágu frá 2.mgr. 4.15.2 gr. skipulagsreglugerðar vegna deiliskipulagstillögu íbúðasvæðis í landi Sólbergs.

 

Lagt fram til kynningar

 

6. Bréf vegna deiliskipulagstillögu íbúðasvæðis í landi Sólbergs.

 

Því miður treystir Skipulagsnefnd sér ekki til að mæla með að tillagan fari í hefðbundið auglýsingaferli með svo marga og stóra þætti ófrágengna. þ.e. fráveitu, aðkomu og brunavatn.

 

7. Erindi frá Guðmundi Gunnarssyni f.h. landeigenda Meyjarhóls dags. 16. maí s.l. varðandi íbúðar- og frístundabyggð í landi Meyjarhóls.

 

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að þrærnar verði tvær, enda ber samkv. Heilbrigðisreglugerð að leitast við að hafa þær sem fæstar.

 

8. Fyrirspurn frá Leó Árnasyni varðandi Vaðlaborgir A.

 

Ekkert bréf barst varðandi þetta erindi en vegna munnlegrar fyrirspurnar frá Leó Árnasyni varðandi breytt eignarhald á húsunum þá er það tekið fram í deiliskipulagi svæðisins að húsin skuli vera í eigu sama aðila. Það þarf því að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi ef þessu á að breyta. Í deiliskipulaginu kveðið á um þjónustu við svæðið s.s. snjómokstur, gatnagerð, fráveita, umhirða um svæðið o.fl. Koma þarf fram í skipulaginu hvernig þessum þáttum verður háttað ef breyta á skipulaginu.

 

9. Fyrirspurn frá Hallsteini Guðmundssyni dags. 18.maí s.l. varðandi lóðamál og nýtingarhlutfall lóðar þar sem Gamla sláturhúsið er.

 

Skv. lóðamörkum á uppdrætti frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen frá júlí 1989 er lóðin 457.2m2og stækkunarmöguleikar lóðarinnar eru ekki miklir. Nýtingarhlutfall lóðarinnar er samkv. sama uppdrætti er 0.35

 

10. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 14.maí s.l. v/frístundasvæðið Kotabyggð. Umsögn vegna óskar um undanþágu frá 7.mgr. 4.16.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998

 

Lagt fram til kynningar.

 

11. Málefni Kjarnafæðis.

 

Skipulagsnefnd hvetur til þess að leitað verði leiða til að leysa lóðamál vegna Kjarnafæðis. Nefndin mynnir þó á að eftir er að deiliskipuleggja “Eyrina” og hvetur til að farið verði að með gát til að skemma ekki möguleika til framtíðar.Skipulags-nefnd getur fallist á að skoða þann möguleika sem nefndur er í minnispunktum sveitarstjóra að koma starfsemi Einars Kristjánssonar fyrir norðan við Verkstæði Þ.J.

 

 

12. Umsókn frá Stefáni Sveinbjörnssyni dags. 8. maí s.l. um lóðirnar nr.3, 5 og y við Laugartún. Tekið fyrir í Sveitarstjórn 8.maí s.l.

 

Lagt fram til kynningar.

 

13.Kvörtun frá eigendum Skálafells um að hafnar væru framkvæmdir við veg að Móafelli án framkvæmdaleyfis.

 

Meirhluti nefndarinnar hefur ákveðið að eigendum Móafells verði sent bréf vegna þessa og framkvæmdir stöðvaðar þar til deiliskipulag liggur fyrir.

Anna Fr. Blöndal situr hjá við þessa atkvæðagreiðslu og vísar til bókunnar síðasta fundar.

 

 

Fleira ekkifært til bókar. Fundi slitið 00.02