Skipulagsnefnd

33. fundur 07. maí 2009

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

33. fundur

Árið 2009, fimmtudag 7. maí kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 33. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

  1. Tillaga að deiliskipulagi vegna frístundabyggðar í landi Mógils - athugasemdir.

Athugasemdafrestur rann út 1.maí, engar athugsemdir bárust á auglýsingatímanum. Skipulagsnefnd leggur til að skipulagstillagan verði samþykkt.

  1. Fyrirspurn frá Guðmundi H. Gunnarssyni f.h. landeigenda vegna nýtingar á landsspildu úr landi Túnsbergs (Hamarstún).

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að haldinn verði fundur með landeiganda eða umboðsmanni hans um skipulag svæðisins.

  1. Haugsetning landeigenda, Icefox á Íslandi ehf., á efni á landspildunni (lóðunum 11 – 14) Vaðlabyggð B.

Það er ljóst að framkvæmdir landeiganda / framkvæmdaraðila stangast á við skipulagsskilmála. Ekki er heimilt að haugsetja efni á lóðunum. Skipulagsnefnd mun kalla landeiganda / framkvæmdaraðila á fund um framkvæmdirnar og úrbætur vegna þeirra.

  1. Bréf frá Umhverfisstofnun dags. 15. apríl s.l. varðandi Becromal Iceland ehf. Skipulagsnefnd gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við veitingu starfsleyfis f. aflþynnuverksmiðjuna.

  1. Bréf frá Orkustofnun dags. 22. apríl s.l. v/vatnsverndarsvæði í aðalskipulagi sveitarfélaga – fagleg umfjöllum, skráning og heildaryfirlit á landsvísu af hálfu Orkustofnunar.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að svara erindinu.

  1. Afrit af bréfi Skipulagsstofununar til Umhverfisráðuneytisins dags. 1. apríl s.l. v/umsögn um beiðni um undanþágu frá gr. 4.16.2. í skipulagsreglugerð vegna deiliskipulags í landi Veigastaða og Halllands.

Lagt fram til kynningar.

  1. Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál 7. og 8. maí n.k. í Reykjanesbæ.

Lagt fram til kynningar.

  1. Hugmynd um breytingu á iðnaðarhúsi “kartöfluverksmiðjunni” unnar af Haraldi Árnasyni fyrir Stefán Sveinbjörnsson.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í hugmyndina.

  1. Fundargerð 71. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 7. apríl s.l.

Lagt fram til kynningar.

  1. Tölvupóstur frá Helga Þorvaldssyni hjá Landsneti dags. 22. apríl s.l. varðandi byggingu frístundahúsa nærri 66kV Laxáarlínu 1 í landi Veigastaða (Veigahall).

Sveitarstjóri hefur þegar svarað erindinu og verið í sambandi bæði við byggingarfulltrúa, Landsnet og byggingaraðila. Skipulagsnefnd mun framvegis leita umsagnar Landsnets og RARIK í sambærilegum tilfellum þar sem línur liggja nærri byggingarsvæðum. Skipulagsnefnd biður hlutaðeigandi afsökunar á að það skuli ekki hafa verið gert í þessu tilfelli.

  1. Bréf frá Umhverfissráðuneytinu dags. 4.maí s.l. v/undanþágu um fjarlægð húss við Vaðlaklif frá Veigastaðavegi. Ráðuneytið veitir undanþáguna.

Lagt fram til kynningar.

  1. Bréf frá Árna Gunnari Kristjánssyni dags. 7.maí f.h. Fríðar Leósdóttur, Aðalstræti 3, Akureyri v. umsóknar um breytta notkun kjallara frá samþykktri teikningu af sumarhúsi við Veigahall 3.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við þessa breytingu fyrir sitt leyti, þar sem ekki verður séð að hún hafi neikvæð áhrif á aðra landeigendur á svæðinu. Skipulagsnefnd bendir eigi að síður á að erindi sem þetta verður að berast fyrr til nefndarinnar, ekki þegar verkinu er lokið. Anna Fr. Blöndal sat hjá undir þessum lið.

  1. Tillaga að stækkun kirkjugarðs við Svalbarðskirkju skv. uppdrætti frá Búgarði, ráðgjafarþjónustu á Norðausturlandi, hönnuður Guðbjörg Guðmundsdóttir landslagsarkitekt.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl.22.00