Skipulagsnefnd

34. fundur 04. júní 2009

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

 

34. fundur

 

Árið 2009, fimmtudag 4. júní kl. 21:00 kom skipulagsnefnd saman til 34. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

  1. Bréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 12. maí s.l., þar sem kynnt er að breyting á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, efnistökusvæði í landi Sigluvíkur hefur verið send B-deild Stjórnartíðinda til staðfestingar.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 20. maí s.l. v/deiliskipulag Vaðlaklifs, íbúðarbyggðar í landi Veigastaða og Halllands.

Rætt um athugasemdir Skipulagsstofnunar. Að mati skipulagsnefndar liggurljóst fyrir samkv. skipulagsskilmálum Vaðlaklifs að kostnaður við færslu lagna liggur á lóð nr. 6 og hlýtur að endurspeglast í verði lóðarinnar verði hún seld, nefndin leggur þó til að kvöðinni verði þinglýst á hana til áherslu.

Í deiliskipulagi Vaðlabyggðar er opið svæði sem ætlað er fyrir leiksvæði fyrir byggðina sbr. uppdrátt frá 10.10.07.

Varðandi staðsetningu rotþróar var haft samráð við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra um staðsetningu hennar og vakin er athygli á því vegna lóðar við Vaðlabrekku að milli hennar og þróarinnar liggur mikið upphækkaður vegur þannig að lyktar og sjónmengun ætti ekki að valda óþægindum.

Skipulagsnefnd leggur til að skipulagið verði samþykkt í núverandi mynd(sbr. skipulagsuppdrátt dags.28.04.09 ásamt greinargerð) og sent Skipulagsstofnun.

 

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 27. maí s.l. v/deiliskipulag frístundabyggðar í landi Mógils.

Skipulagsnefnd leggur til að skipulagsuppdrætti verði breytt þannig að byggingarreitur verði felldur út skv. uppdrætti dags. 03.06.09 og sent Skipulagsstofnun.

 

 

  1. Drög að yfirlýsingu um kvaðir vegna veitukerfa Norðurorku hf. vegna frístundahúsalóða við Veigahall og í Vaðlaborgum.

Lagt fram til kynningar.

 

 

  1. Haugsetning landeiganda, Icefox á Íslandi ehf, á efni á landspildunni (lóðunum 11 – 14) Vaðlabyggð B. Landeigandi/framkvæmdaraðili mætir á fundinn sbr.3. dagskrárlið 33. fundar skipulagsnefndar.

Stefán Þengilsson mætti á fundinn kl.21.35 f. hönd Icefox ehf. Sveitarstjóri fór yfir málið og ræddi um leiðir til úrbóta. Einnig var farið yfir skipulagsskilmála svæðisins og þeir ítrekaðir.

Stefán upplýsti að ætlunin væri að nota efnið sem þarna er haugsett til að fylla upp í skurð á svæðinu og var hann hvattur til að gera það sem fyrst. Einnig var honum gert að færa lækinn í gamla farveginn í samræmi við deiliskipulag Vaðlabyggðar. Þá var Stefán minntur á að ekki er leyfilegt að haugsetja efni á lóðunum og bent á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist. Honum var einnig bent á að leita eftir leyfi fyrir slíku geymslusvæði. Síðan var rætt um malarhauga við Höfn og upplýsti Stefán að ætlun hans væri að breyta heimkeyrslunni þangað og var honum þá bent á að hafa samráð við Vegagerðina varðandi það mál. Stefán yfirgaf fundinn kl.23.00

 

  1. Fundargerð 72. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 2. júní s.l.

Lagt fram til kynningar.

 

 

 

 

 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl.23.30