Skipulagsnefnd

38. fundur 08. október 2009

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

 

38. fundur

 

Árið 2009, fimmtudaginn 8. október kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 38. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

 

  1. Endurskoðuð drög dags. 6. okt s.l. að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Svalbarðseyri, sbr. 1. lið síðasta fundar.

Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd lýst vel á tillögurnar og leggur til að Árna Ólafssyni verði falið að vinna skipulagið áfram. Fyrirhugaður er sameiginlegur fundur sveitarstjórnar, skipulagsnefndar og hönnuða.

 

  1. Skipulag Hamarstúns, sjá 2. lið síðasta fundar. Drög að yfirlýsingu framkvæmdaleyfishafa (kostnaðarþáttaka o.fl.).

Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sem fulltrúar sveitarfélagsins áttu með fulltrúa landeiganda, Dr. Alexey Mikhaylov, arkitekt svæðisins Ágústi Hafseinssyni, Þórarni Ágústssyni, og Ágústi Guðmundssyni. Farið var yfir skipulagstillöguna og drög yfirlýsingu framkvæmdaleyfishafa. Hugmyndir ræddar varðandi kostnaðarskiptingu á sameiginlegum verkþáttum. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjóra verði falið að halda áfram með málið og undirbúa aðalskipulagsbreytingu, að því gefnu að búið verði að ganga frá yfirlýsingu framkvæmdaleyfishafa og undirritað umboð landeigandans, til fulltrúa sinna varðandi framkvæmdirnar, liggi fyrir. Í því felst að sveitarstjóra er falið að senda tillögua Skipulagsstofnun til athugunar og koma henni í auglýsingu ef engar athugasemdir koma frá stofnuninni. Skipulagsnefnd leggur til að aðalskipulagstillagan og deiliskipulagstillagan verði auglýstar samhliða.

 

  1. Kotabyggð, breytt landnotkun og deiliskipulag íbúðarbyggðar. Fundur með landeigendum 21. september s.l. Tillaga varðandi framhaldið.

Fundargerð frá fundi með landeigendum kynnt. Fyrir liggja áherslupunktar til umræðu fyrir stefnumörkun varðandi breytingu svæðisins úr frístundabyggð í íbúðabyggð. Árni gerði grein fyrir þeim. Skipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórn taki punktana til umfjöllunar og að unnin verði drög að þróunaráætlun fyrir svæðið ef ætlun landeiganda og lóðarhafa á svæðinu er að fara í þess háttar deiliskipulagsbreytingu.

 

  1. Erindi frá Bjarna Reykjalín hjá Arkor ehf. dags. 3. sept. s.l., f.h. lóðarhafa lóðar nr. 17 í Heiðarbyggð í landi Geldingsár, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagsskilmálum.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu. Umsóknin varðar breytingar á deiliskipulagsskilmálum sem eru á forræði landeiganda en ekki einstakra lóðarhafa. Skipulagsnefnd bendir á, ef ætlunin var að sækja um undanþágu frá skilmálum, að bráðabirgða stöðuleyfi aðstöðuhúss er einungis til þriggja ára og að heimild til að veita leyfi til frambúðar fyrir aðstöðuhús nær að hámarki til 15m2 húss.

 

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 28. ágúst s.l. v/byggingarleyfi fyrir frístundahús í landi Meyjarhóls.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Tölvupóstur frá Elíasi Hákonarsyni dags. 8. september s.l.

Farið var yfir efni tölvupóstsins og svar frá byggingarfulltrúa varðandi fullyrðingar sem í því er bornar fram. Skipulagsnefnd leggur til að svarbréf byggingarfulltrúa verði sent Elíasi.

Skipulagsnefnd stendur við bókun síðasta fundar og leggur til að Elíasi verði gefinn frestur til 1. nóv. 2009 til að skila inn tilskyldum gögnum svo hægt sé að fara í grenndarkynningu, að öðrum kosti að fjarlægja gáminn fyrir þann tíma.

 

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 17. sept. s.l. v/byggingu frístundahúss í landi Neðri-Dálkstaða, sbr. 2. lið síðasta fundar.

Lagt fram til kynningar. Sótt hefur verið um undanþágu frá ákv. 2. m.gr. 4.15.2 í skipulagsreglugerð vegna fjarlægðar frá sjó.

 

  1. Undanþágubeiðni frá ákvæði 7. m.gr. gr. 4.16.2 í skipulagsreglugerð v/ viðbyggingar við íbúðarhúsið að Þórisstöðum, sbr. afgreiðslu sveitarstjórnar frá 8. sept. s.l., á 8. lið fundargerðar skipulagsnefndar.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar á landsspildu úr landi Sólbergs, unnin af Pétri H. Jónssyni, arkitekt dags. ágúst 2009.

Lagt fram til kynningar. Farið yfir bréf sem sveitarstjóri sendi arkitekt með augljósum athugasemdum. Einnig var kynnt svarbréf frá Vegagerðinni varðandi fjölda og fjarlægðir milli vegtenginga á svæðinu.

 

  1. Fyrirspurn frá Sigurði Steingrímssyni dags. 5. okt. s.l. v/breytingu á landnotkun landspildu í eigu Hafnar sam liggur milli jarðanna Sólbergs og Litla-Hvamms.

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki fært til bókar.
Fundi slitið kl.23.50