Skipulagsnefnd

2. fundur 13. september 2010

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

2. fundur
Árið 2010, 13. september kl. 16:00 kom skipulagsnefnd saman til 2. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.
Mættir voru: Anna Fr. Blöndal, Stefán Sveinbjörnsson, Sandra Einarsdóttir og Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri. Fundargerð ritar Sandra Einarsdóttir.

Anna Fr. Blöndal, formaður, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Gámasvæði við Ráðhúsið.
Stefán Sveinbjörnsson vék af fundi undir þessum lið.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna nýjan gámaramp á planinu austan við ráðhúsið með tilvísan til 7. mgr. 43. gr. skipulags og byggingarlaga nr. 73/1997. Grenndarkynning verði haldin fyrir eigendur allra fasteigna frá Sigtúnum í norðri að Hamraborg og iðnaðarhúsnæði Marínar ehf. í suðri og Svalbarði í austri og strandlengjunni í vestri.

2. Erindi frá Veigastöðum ehf.
Tekið jákvætt í að haldið verði áfram með gerð þróunaráætlunar Kotabyggðar. Óskað eftir mótuðum hugmyndum um útfærslu breytinga frá landeiganda. Einnig óskað eftir niðurstöðu fundar landeiganda og lóðarhafa, með vísan til minnisblaðs fundar fulltrúa sveitarstjórnar með fulltrúum landeiganda Kotabyggðar þann 22. mars 2010.

3. Göngu- og reiðleiðir
Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.

Rætt um þörf á göngu- og reiðleiðum í sveitarfélaginu. Jóni Hróa falið að skoða stöðu mála varðandi gönguleið í gegnum Vaðlareitinn ásamt því að afla upplýsinga hjá Vegagerðinni um mögulega aðkomu að gerð stíga.

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 18:30.