Skipulagsnefnd

3. fundur 07. október 2010

Fundargerð skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps

3. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn þann 7. október árið 2010 kl. 17:00 í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru: Anna Fr. Blöndal, Stefán Sveinbjörnsson, Sandra Einarsdóttir og Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri. Á fund nefndarinnar kom einnig Árni Ólafsson, skipulagsráðgjafi. Fundargerð ritar Sandra Einarsdóttir.

Anna Fr. Blöndal, formaður, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Deiliskipulag á Svalbarðseyri.
Árni Ólafsson hélt áfram með umræðu um deiliskipulag á Svalbarðseyri frá 1. fundi.
Árni kynnti hugmyndir varðandi vegtengingu neðan frá að nýrri íbúðabyggð. Árna falið að fá grófar verðhugmyndir varðandi landfyllingu vegna vegtengingar að neðan. Honum var einnig falið að teikna upp nánar hvernig vegurinn í gegnum hverfið myndi liggja miðað við fram komnar hugmyndir og skoða möguleika á opnu leiksvæði utan leikskóla- og grunnskólasvæðis, mögulega samhangandi. Auk þess var honum falið að skoða möguleika á þjónustusvæði við hlið sundlaugarinnar.
Skipulagsnefnd setti sér það markmið að deiliskipulag verði það vel komið á veg að hægt verði að halda kynningu um það fyrir íbúa í febrúar.

2. Umsókn um breytingu á skipulagi í Vaðlabyggð dags. 15.09.2010.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu verði hafnað. Tillagan er ekki í samræmi við stefnu sveitarstjórnar um byggðina á svæðinu og eiginleika hennar. Starfseminni gæti fylgt meiri umferð og ónæði en gera má ráð fyrir í einbýlishúsabyggð.

3. Erindi um byggingu einbýlishúss í landi Sunnuhlíðar dags. 28.09.2010.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti og telur framkvæmdina rúmast innan skilmála gildandi aðalskipulags. Jóni Hróa falið hafa samráð við Skipulagsstofnun varðandi rétt skipulagsferli.

4. Bréf skipulagsstofnunar dags. 10.09.2010.
Lagt fram til kynningar.

5. Til kynningar:

a. 12. fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Kynnt.

b. 13. fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Kynnt.

c. Grenndarkynning gámaramps sbr. fundargerð 2. fundar.
Kynnt.

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 20:00.