Skipulagsnefnd

5. fundur 07. apríl 2011

Fundargerð
5. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 7. apríl 2011 kl. 17:00.

Dagskrá:

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal, Stefán Sveinbjörnsson, Sandra Einarsdóttir og Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Sandra Einarsdóttir, ritari skipulagsnefndar

Dagskrá:

1. 03025 - Deiliskipulag Frístundabyggðar í landi Sólbergs

Tekið var fyrir erindi Elíasar Hákonarsonar og Jóns Hafþórs Þórissonar um tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar á skika úr landi Sólbergs, landnr. 203552, sbr. uppdrátt og greinargerð.

Samþykki Slökkviliðisstjóra þarf að liggja fyrir varðandi vatn til slökkvistarfa. Leita þarf eftir umsögn Vegagerðarinnar varðandi innkeyrslur á Vaðlaheiðarveg nr. 832. Liggja þarf fyrir skriflegt leyfi landeiganda varðandi öflun neysluvatns þar sem fyrirhuguð borhola er ekki innan landsvæðis í eigu eigenda skipulagssvæðisins. Metið er að staðsetning rotþróa á uppdrætti sé ekki vænlegur kostur. Lagt er til að skoðað verði hvort hægt sé að samnýta rotþróarsvæði með Heiðabyggð, sbr. uppdrátt um breytingu á deiliskipulagi í Heiðabyggð frá árinu 2005. Gerð verður krafa um að fráveitulagnir og hreinsivirki verði frágengin fyrir skipulagssvæðið áður en byggingarleyfi er veitt, sbr. 4. gr. verklagsreglna um deiliskipulag á vegum einkaaðila í Svalbarðsstrandarhreppi. Gert verði að skilyrði að haft verði í huga byggingarmynstur þeirrar sumarbústaðabyggðar sem er nærliggjandi. Skoða þarf legu fjallgirðingar og er vísað til sveitarstjórnar að hraða eins og kostur er úrlausn mála varðandi hana. Skipulagsnefnd óskar eftir að greinargerð með deiliskipulaginu verði ýtarlegri. Skilyrði fyrir samþykkt skipulagsins er að landeigendur undirriti yfirlýsingu framkvæmdaleyfishafa/landeigenda vegna deiliskipulags. Sveitarstjóra falið að upplýsa skipulagsaðila um niðurstöðu nefndarinnar.

2. 03026 - Umsókn um skipulagsheimild til byggingar sumarhúss á Háamel

Tekið var fyrir erindi Hauks Ingólfssonar varðandi leyfi til byggingar sumarhúss á Háamel í landi Sunnuhlíðar.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að setja í grenndarkynningu breytingu á aðliggjandi deiliskipulagi Sunnuhlíðar sem tók gildi 10. mars 2011. Athuga þarf þó með samnýtingu rotþróar og liggja þarf fyrir skriflegt leyfi varðandi neysluvatn auk skriflegs leyfis allra meðeigenda að Háamel, fyrir grenndarkynningu.

Breytingin skal kynnt í grenndarkynningu fyrir eigendum Háuhlíðar og Sunnuhlíðar.

3. 04006 - Deiliskipulag lóða í landi Halllands

Tekið var fyrir erindi Mána Guðmundssonar og Hólmfríðar Freysdóttur varðandi deiluskipulag lóða í landi Halllands.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti þar sem hugmyndin er í samræmi við skipulagða íbúðabyggð á svæðinu. Breytingin kallar þó á aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag. Lagt er til að skipulagssvæðið verði stækkað og rotþróarsvæðið verði innan þess og tryggja þarf að rotþró sé nægilega stór. Auk þess þarf umsökn Vegagerðar varðandi staðsetningu svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til að þegar verið hafinn undirbúningur að breytingu aðalskipulags.

4. 02002 - Umsókn um frávik frá gildandi deiliskipulagi

Lagt var fram til kynningar erindi Sigurbjörns Sigurðssonar um frávik frá gildandi deiliskipulagi og svar sveitarstjóra við því.

Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti afgreiðslu sveitarstjóra.

5. 01006 - Deiliskipulag fyrir Sunnuhlíð

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30