Skipulagsnefnd

6. fundur 23. maí 2011

Fundargerð
6. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 23. maí 2011 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal, Stefán Sveinbjörnsson, Sandra Einarsdóttir og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Sandra Einarsdóttir, ritari skipulagsnefndar

Dagskrá:

1. 1105024 - Breytingar á vinnsluhúsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Kjarnafæði óskar eftir leyfi skipulagsnefndar til að byggja 161 fm viðbyggingu við vinnsluhús á Svalbarðseyri sbr. framlagðar teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd. Framkvæmdin er hugsuð sem fyrri áfangi af tveimur. Húsið stendur á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem iðnaðarsvæði í aðalskipulagi. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd í fyrsta áfanga er í samræmi við landnotkun skv. aðalskipulagi og byggðarmynstur samþykkir skipualgsnefnd að framkvæmdin verði sett í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin skal kynnt eftirtöldum aðilum: Huldu Magnúsdóttur, Hamraborg, Lýsingu hf. og Vegbúanum ehf. Nefndin ræddi hæfi nefndarmanna vegna tengsla við fasteignaeigendur í nágrenninu til að skilgreina hagsmunaaðila. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að nefndarmenn séu hæfir til að ákveða hagsmunaaðila vegna málsins. Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að grenndarkynna fyrsta áfangann.Varðandi annan áfanga framkvæmdarinnar tekur nefndin jákvætt í erindið en telur að breytingin sé svo veruleg að vinna þurfi deiliskipulag fyrir svæðið.

2. 1105028 - Ósk um breytingu á skilmálum deiliskipulags Sunnuhlíðar.
Í brefi dagsettu 13. maí óskar Logi Már Einarsson, fyrir hönd Valtýs Þórs Hreiðarssonar, eftir að skilmálum deiliskipulags Sunnuhlíðar um stærð byggingar verði breytt þannig að hámarksstærð húss verði aukin úr 280fm í 290fm.
Þar sem um minniháttar frávik er að ræða telur skipulagsnefnd að óþarft sé að breyta skilmálum deiliskipulagsins. Þess í stað leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að veitt verði heimild til að víkja frá skilmálum deiliskipulagsins um stærðarmörk sem nemur 10fm við útgáfu byggingarleyfis, með tilvísun til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3. 1105026 - Ósk um leyfi til að gera jarðhýsi úr gámi.
Lóðarhafar í Heiðarbyggð 40 fara þess á leit að fá að grafa 20 feta gám á lóð sinni og nýta sem jarðhýsi.
Þar sem bygging jarðhýsis á umræddri lóð er ekki í samræmi við skipulagsskilmála getur skipulagsnefnd ekki fallist á umleitan lóðarhafa.

4. 1103004 - Stækkun byggingarreits og aukning byggingarmagns í Halllandsnesi.
Með bréfi dagsettu 2. maí óskar Úlfar Gunnarsson, fyrir hönd Bravó ehf. eftir að skilmálum fyrir byggingu á lóð nr. 193029 að Halllandsnesi verði breytt þannig að byggingarreitur verði stækkaður og hámarksbyggingarmagn í nýbyggingu aukið í 900fm. Fyrir liggur afsal vegna stækkunar lóðar og samkomulag um staðsetningu rotþróar utan lóðarmarka.
Skipulagsnefnd stendur við fyrra álit sitt að þessar hugmyndir að svo veigamikilli stækkun krefjist breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulags. Ekki sé hægt að nýta heimild í aðalskipulagi til ferðaþjónustu á lögbýli þar sem ekki er um að ræða tengingu við búrekstur eins og kveðið á um í kafla 4.3.2. í aðalskipulagi, sem vísað er til í kafla 4.3.3. Sótt var upphaflega um byggingu fyrir ferðaþjónustu og er gengið út frá því að viðbygging sé fyrirhuguð í sama tilgangi.

5. 1104031 - Umsókn um skipulagsheimild vegna byggingar sumarhúss í landi Geldingsár.
Í bréfi dagsettu 13. apríl 2011 óska Sigrún Heiðdís Sigfúsdóttir eftir skipulagsheimild til byggingar frístundahúss á lóð sem tekin hefur verið út úr landi Geldingsár. Landnúmer lóðarinnar er 216012. Fyrir liggur yfirlýsing landeigenda um aðgang að vatnsveitu,
Skipulagsnefnd samþykkir að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar, skv. 1. tl. ákvæða til bráðabirgða í skipulagslögum nr. 123/2010, með því að veitt verði leyfi fyrir framkvæmdinni á þeim forsendum að hún samræmist ákvæðum aðalskipulags um byggingu allt að tveggja sumarhúsa á lögbýli á skipulagstímanum. Þetta er í takti við aðra byggð sem þarna er, búið er að taka spilduna úr landbúnaðarnotum og var alltaf ætlunin að byggjað þarna frístundahús.

6. 1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis
Í bréfi dags. 24. maí 2011 óskar Ólafur R. Ólafsson fh. Kjarnafæðis eftir stöðuleyfi á geymsluhúsnæði (plastdúkahús). Stærð húss 10x15x3.
Kynnt og vísað til næsta fundar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45