Skipulagsnefnd

11. fundur 29. ágúst 2011

Fundargerð
11. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 29. ágúst 2011 kl. 17:00.
Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal, Stefán Sveinbjörnsson, Stefán H. Björgvinsson og Jón Hrói Finnsson.
Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1107002 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi í Sunnuhlíð
Í bréfi dagsettu 26. júní óskar Haukur Ingólfsson eftir heimild til að reisa sumarhús 7 metrum nær landamerkjum Sunnuhlíðar og Tungu en gert er ráð fyrir í deiliskipulagi. Málið var áður á dagskrá á 7. fundi nefndarinnar þann 7. júlí s.l.
Á afgreiðslufundi Skipulagsstofnunar var staðfest óveruleg breyting á aðalskipulagi, sem felur í sér að heimilt verður að byggja nær mörkum lögbýla en 30 m ef fyrir liggur yfirlýsing eigenda aðliggjandi jarða, sbr. bókun skipulagsnefndar á 7. fundi.
Afgreiðsla Skipulagsstofnunar á erindi um óverulega breytingu á aðalskipulagi kynnt.
Þar sem fyrir liggur samþykki eiganda aðliggjandi jarðar fellst skipulagsnefnd á beiðni umsækjanda um breytingu með vísan til 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem framkvæmdin varðar augljóslega ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.

2. 1108005 - Umsókn um byggingarleyfi vegna aðstöðuhúss
Í tölvupósti dagsettum 9. ágúst 2011 óskar Haraldur E. Jónsson eftir heimild skipulagsnefndar til að byggja aðstöðuhús á lóðinni Silfurtunglinu úr landi Halllands, sömu gerðar og veitt var leyfi fyrir á 8. fundi skipulagsnefndar þann 11. júlí s.l. Ekkert deiliskipulag er fyrir hendi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Nefndin telur að ekki þurfi að fara fram grenndarkynning sbr. niðurlag 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem framkvæmdin varðar augljóslega ekki hagsmuni annarra en umsækjanda. Skipulagsnefnd mælist til að gert verði deiliskipulag fyrir svæðið og áréttar að ekki verði veitt leyfi fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu án deiliskipulags.

3. 1108022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vatnsveituæðar á Svalbarðsströnd
Í bréfi dagsettu 25. ágúst 2011 óskar Stefán Steindórsson, fyrir hönd Norðurorku, eftir framkvæmdaleyfi vegna lagningar vatnslagnar frá greiningu ofan Svalbarðseyrar að núverandi dreifikerfi við Hallland. Fyrirhugað er að RARIK nýti einnig framkvæmdina fyrir lagningu jarðstrengs frá Sólheimum að Breiðabóli. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist í byrjun september og ljúki um miðjan nóvember, að frátöldum endanlegum frágangi lagnastæðis sem áætlað er að lokið verði við í júní 2012. Fyrir liggur samþykki landeigenda Halllands og Halllandsness, Meyjarhóls, Sólbergs og Geldingsár, auk Vegagerðarinnar vegna þverunar vega.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir fylgigögn umsóknarinnar og komist að þeirri niðurstöðu að hún samræmist aðalskipulagi sveitarfélagsins og krefjist ekki deiliskipulags eða grenndarkynningar, þar sem hún mun ekki valda varanlegum breytingum á landslagi eða umverfi að öðru leyti. Skipulagsnefnd mælist því til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði veitt með því skilyrði að vandað verði til verka við frágang lagnaleiðarinnar og kappkostað að ásýnd lands verði eins nálægt því sem hún var fyrir framkvæmdir og frekast er unnt.

4. 1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis
Byggingarfulltrúi hefur fjallað um umsókn Kjarnafæðis ehf. um stöðuleyfi fyrir plastdúksskemmu við vinnsluhúsnæði fyrirtækisins á Svalbarðseyri. Niðurstaða hans, eftir að hafa ráðfært sig við lögfræðing Mannvirkjastofnunar, er að ekki sé heimilt að veita stöðuleyfi fyrir slíku húsi sbr. 71 gr. byggingarreglugerðar nr. 441/1998. Hann telur hins vegar heimilt að veita tímabundið byggingarleyfi að undangenginni grenndarkynningu.
Farið var yfir málið og sjónarmið fundarmanna varðandi það. Anna lagði til að dúkaskemman yrði kynnt í grenndarkynningu fyrir sömu hagsmunaaðilum og viðbygging við vinnsluhúsnæði fyrirtækisins sbr. 6. fund skipulagsnefndar þann 23. maí 2011, þ.e. Huldu Magnúsdóttur vegna Hamraborgar, Lýsingu hf. vegna fiskhúss, og Vegbúanum ehf vegna gamla Súlubraggans. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Önnur Fr. Blöndal og Stefáns H. Björgvinssonar gegn atkvæði Stefáns Sveinbjörnssonar. Í grenndarkynningu verður miðað við að byggingin fái að hámarki að standa til tveggja ára.
Stefán Sveinbjörnsson óskaði eftir að eftirfarandi yrði fært til bókar: „Mér finnst dúkaskemma á þessum stað vera stílbrot og að þarna skapist hætta á að fleiri sæki um að reisa dúkaskemmur til bráðabirgða. Ég sé ekki að sveitarstjórn komi til með að láta rífa þetta hús niður í framtíðinni vegna þess að hún hefur ekki verið mjög dugleg að láta taka til á Svalbarðseyrinni. Þar má nefna sem dæmi Vegbúann ehf. sem hefur fengið að safna dóti árum saman án þess að þurfa að taka til“.

5. 1108006 - Umsókn um leyfi fyrir geymsluskúr
Hjálmar Jóelsson, eigandi sumarhús að Vaðlaborgum 13 sækir um leyfi til að byggja 3,2 fm geymsluskúr við skjólvegg á lóðinni, skv. meðfylgjandi teikningum.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti. Nefndin telur að ekki þurfi að fara fram grenndarkynning sbr. niðurlag 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þar sem framkvæmdin varðar augljóslega ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.

6. 1108029 - Erindi um deiliskipulag Svalbarðseyrar
Stefán Sveinbjörnsson vék af fundi undir þessum lið.
Í bréfi dagsettu 5. ágúst 2011 gerir Lýsing hf. kröfu um að gert verði deiliskipulag fyrir svokallaða hreppslóð (lóðarnr. 153007) á Svalbarðseyri, sem fasteign fyrirtækisins nr. 216-0550 stendur á og að ekki verði heimilaðar neinar meiriháttar nýframkvæmdir né að reistar verði fleiri byggingar á svæðinu, hvorki bráðabirgða né varanlegar nema með samþykki allra hagsmunaaðila.
Skipulagsnefnd tekur undir með bréfritara varðandi mikilvægi þess að gert verði deiliskipulag fyrir umrætt svæði. Skipulagnefnd getur þó ekki orðið við kröfum um stöðvun allrar uppbyggingar þar til deiliskipulag hefur verið gert, enda fælist í því afsal skipulagsvalds um óákveðin tíma.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15.