Skipulagsnefnd

14. fundur 13. febrúar 2012

Fundargerð
14. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 13. febrúar 2012 kl. 20:00.

Fundinn sátu: Sandra Einarsdóttir, Anna Fr. Blöndal, Stefán Sveinbjörnsson og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði: Sandra Einarsdóttir, ritari skipulagsnefndar.

Dagskrá:

1. 1103025 - Deiliskipulag Frístundabyggðar í landi Sólbergs
Athugasemdafrestur vegna deiliskipulags frístundabyggðar í landi Sólbergs (svæði F6 og F7 í aðalskipulagi) rann út þann 8. febrúar s.l. Engar formlegar athugasemdir bárust. Athygli nefndarinnar var þó vakin á því að svæðið sem um ræðir nær bæði yfir svæði F7 og F6 að hluta og að ákvæðum um opin svæði er ekki fylgt í skipulaginu.
Umræður sköpuðust um ákvæði aðalskipulags um opin svæði til almennrar útivistar. Skipulagsnefnd komst að þeirri niðurstöðu að þessi ákvæði eigi ekki við um skipulagssvæðið vegna nálægðar við önnur opin svæði og afrétt.
Skipulagssvæðið nær bæði yfir svæði F6 og F7 en ekki einungis svæði F7 eins og stendur í skilmálum svæðisins. Þar af leiðandi þarf að breyta orðalagi í 1. gr. þannig: "þar sem spildan er á svæðum fyrir frístundabyggð á svæðum F6 og F7" í stað "þar sem spildan er skilgreind sem svæði fyrir frístundabyggð F7".

2. 1106007 - Deiliskipulag Svalbarðseyrar
Umræður um forsendur deiliskipulags á Svalbarðseyri.
Lögð voru fram drög að verkefnalýsingu fyrir deiluskipulag Eyrarinnar. Umræður sköpuðust um skilgreiningu á deiliskipulagssvæðinu á Svalbarðseyri, hvort athafnasvæði norðan aðalvegar, skilgreint A1 í aðalskipulagi, skyldi tekið með í umrætt deiliskipulag. Ekki var eining innan nefndarinnar en ákveðið var með tveimur atkvæðum gegn einu að svæðið norðan vegar A1 skyldi tekið fyrir sérstaklega og óskað eftir að verkefnaslýsing fyrir það svæði verði lögð fyrir næsta fund nefndarinnar.
Stefán Sveinbjörnsson lét bóka eftirfarandi: "Ég skora á sveitarstjórn að samþykkja það að svæðin bæði séu deiliskipulögð sameiginlega."
Farið var yfir verkefnalýsinguna í heild og breytingar gerðar. Sveitarstjóra falið að auglýsa verkefnalýsinguna með áorðnum breytingum.
Sveitarstjóra falið að hafa samband við lögfræðing Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi hæfi nefndarmanna.

3. 1202016 - Deiliskipulag byggðar norðan Valsár
Umræður um forsendur deiliskipulags byggðar norðan Valsár.
Umræðum um skipulagið framhaldið. Sveitarstjóra falið að hafa samband við Árna Ólafsson um hvort hægt sé að kynna þá uppdrætti sem til eru í íbúakynningu til að fá fram fleiri hugmyndir að skipulaginu.

4. 1104006 - Skipulag lóða í landi Halllands
Áður á dagskrá á 13. fundi skipulagsnefndar þann 2. nóvember s.l.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagt breytingablað.

5. 1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Framhald umræðu um þróunaráætlun kotabyggðar. Farið yfir niðurstöður fundar sveitarstjórnar með landeigendum.
Sveitarstjórn fundaði með landeigendum þar sem farið var yfir stöðuna, farið yfir umræður þess fundar. Beðið er eftir niðurstöðum kostnaðarútreikninga varðandi framhald þróunaráætlunarinnar.

6. 1202018 - Samræmd gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og vinnu vegna skipulags
Fyrir liggur tillaga að samræmdri gjaldskrá skv. 20. grein skipulagslaga fyrir Svalbarðsstrandarhrepp, Eyjafjarðarsveit, Hörgársveit og Grýtubakkahrepp.
Lagt fram til kynningar. Nefndin tekur vel í samræmda gjaldskrá.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:15.