Skipulagsnefnd

16. fundur 11. apríl 2012

Fundargerð

16. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 11. apríl 2012 kl. 18:00.

Fundinn sátu Anna Fr. Blöndal, Sandra Einarsdóttir, Stefán H. Björgvinsson og Jón Hrói Finnsson. Fundargerð ritaði Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1204002 - Kosning formanns, varaformanns og ritara skipulagsnefndar
Á 27. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 13. mars 2011 var ákveðið að skipa í skipulagsnefnd að nýju. Á fyrsta fundi nýrrar nefndar skal kjósa formann, varaformann og ritara, sbr. 44. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps.
Anna Fr. Blöndal var kjörin formaður skipulagsnefndar, Stefán Björgvinsson var kjörinn varaformaður og Sandra Einarsdóttir var kjörin ritari.

2. 1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Sandra Einarsdóttir vék af fundi undir liðum 2 og 3 í fundargerð.
A. Borist hefur umsögn frá Skipulagsstofnun um verkefnislýsingu vegna deiliskipulags Eyrarinnar á Svalbarðseyri. Umsögnn var lögð fram til kynningar.

B. Á fundum með hagsmunaaðilum um deiliskipulag Eyrarinnar hafa komið fram hugmyndir um breytingar á aðalskipulagi sem skipulagsnefnd þarf að taka afstöðu til.

B1. Breyting á legu Svalbarðseyrarvegar (nr. 830)
Á fundum með hagsmunaaðilum, sem haldnir voru 1. mars og 23. mars 2012 kom fram að fallið hefur verið frá þeim áformum sem hefðu krafist flutnings á Svalbarðseyrarvegi. Einnig var það samdóma álit fundarmanna að flutningur vegarins væri óþarfur. Álit fundarmanna er í samræmi við álit skipulagsnefndar, eins og fram kemur í verkefnislýsingu skipulagsins. Skipulagsnefnd leggur því til að gerð verði breyting á aðalskipulagi þannig að fallið verði frá stefnu um flutning vegarstæðisins eins og gert er ráð fyrir í aðalskipulagi. Leitað verði eftir umsögnum Vegagerðar, Hafnasamlags Eyjafjarðar og Siglingastofnunar varðandi breytingarnar.

B2. Breytingar á skilgreindu hafnarsvæði.
Á 15. fundi skipulagsnefndar var tekið fyrir erindi Hafnasamlags Norðurlands um framkvæmdaleyfi fyrir breytingar á hafnaraðstöðu í Svalbarðseyrarhöfn. Til að hugmyndir Hafnasamlagsins nái fram að ganga þarf að stækka hafnarsvæðið til norðurs og vesturs, þannig að það rúmi stækkun hafnarinnar.Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði breyting á aðalskipulagi skv. hugmyndum um breytingar á hafnaraðstöðu. Leitað verði eftir umsögnum Hafnasamlags Eyjafjarðar og Siglingastofnunar varðandi breytingarnar.

B3. Breytingar á notkunarskilgreiningu svæða við Breiðablik, Nóatún og Jakobshús.
Fram hafa komið hugmyndir sem miðast við að skilgreind verði svæði fyrir íbúðarbyggð þar sem Breiðablik, Nóatún og Jakobshús standa í stað athafna- og iðnaðarsvæða eins og í núgildandi aðalskipulagi. Skipulagsnefnd leggur til að skilgreining svæðanna verði óbreytt í aðalskipulagi.B4. Breyting á legu vegar frá Svalbarðseyrarvegi að Sæborg.Á fundum með hagsmunaaðilum komu fram hugmyndir um að vegurinn frá Svalbarðseyrarvegi að Sæborg verði fluttur sunnar og Jakobshúsi fundinn annar staður, t.d. norðan vegarins.Skipulagsnefnd leggur til að kannaður verði grundvöllur þess að flytja Jakobshús.

3. 1203004 - Umsókn um skipulagsheimild fyrir 370fm viðbyggingu við vinnsluhúsnæði fyrirtækisins á Svalbarðseyri
Borist hefur yfirlýsing frá öllum þeim hagsmunaaðilum sem boðið var að gera athugasemdir í grenndarkynningu vegna umsóknar Kjarnafæðis um leyfi til að byggja 370 fm viðbyggingu við vinnsluhúsnæði fyrirtækisins á Svalbarðseyri, þess efnis að þeir geri ekki athugasemdir við áformin.
Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdina fyrir sitt leiti, að því gefnu að skipulagsheimild fyrir dúkskemmu sem veitt var á 18. fundi sveitarstjórnar og byggingarleyfi verði felld úr gildi. Umsækjanda er bent á að sækja þarf um byggingarleyfi til Byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis. Sandra Einarsdóttir kom aftur inn á fundinn að lokinni afgreiðslu 3. liðar.

4. 1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
A. Borist hefur bréf frá lóðarhöfum í Kotabyggð, þar sem mótmælt er breyttum áformum sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps varðandi deiliskipulag hverfisins.
B. Einnig hefur borist ábending um að Kotabyggð uppfylli að óbreyttu ekki skilyrði til innheimtu gatnagerðargjalds, þar sem hverfið er ekki skilgreint sem þéttbýli, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 153/2006 um gatnagerðargjald.

A. Mótmæli lóðarhafa í Kotabyggð
Skipulagnefnd telur að mótmælabréf lóðarhafa sé byggt á misskilningi og röngum upplýsingum, og leggur áherslu á að haldinn verði fundur með lóðahöfum á svæðinu og öðrum hagsmunaaðilum til að tryggja að umræða um málið fari fram á réttum forsendum.

B. Forsendur til innheimtu gatnagerðargjalds
Jón Hrói og Anna kynntu ákvæði laga og óvissuþætti vegna álagningar gatnagerðargjalds. Fram kom að allar forsendur eru fyrir hendi til að skilgreina svæðið sem þéttbýli. Þar með yrði ótvírætt heimilt að innheimta gatnagerðargjald.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.19:30.