Skipulagsnefnd

19. fundur 03. október 2012

Fundargerð
19. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Stefán H. Björgvinsson varaformaður, Sigurður Halldórsson 2. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1209026 - Umsókn um breytta aðkomu og leyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu
Í bréfi frá 17. september 2012 óskar Þröstur Sigurðsson, fyrir hönd Kjarnafæðis ehf. eftir leyfi til að fjarlægja graseyjur á mörkum lóðar vinnsluhúsnæðis fyrirtækisins á Eyrinni og afmarka götuna þess í stað með kantsteini. Jafnframt óskar hann eftir leyfi skipulagsnefndar fyrir starfsmannagámi og skýli við inngang á austurhlið nýbyggingar sem nú er risin, sbr. meðfylgjandi afstöðumynd.
Skipulagsnefnd samþykkir að byggingarleyfi verði veitt fyrir starfsmannaskúr og skýli eins og sýnt er á uppdrætti með því fororði að vel og snyrtilega verði gengið frá mannvirkinu. Leyfi verði veitt með því skilyrði að mannvirkin verði fjarlægð eftir eitt ár. Þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn samþykkir skipulagsnefnd að nýta heimild í 3. mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til að falla frá grenndarkynningu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar á aðkomu að vinnsluhúsnæðinu og að graseyjur á svæðinu verði fjarlægðar, að því tilskildu að vel verði gengið frá yfirborði og akstursleiðin, þ.e. Svalbarðseyrarvegur, verði skilmerkilega aðgreind frá athafnasvæði fyrirtækisins. Skipulagsnefnd setur að skilyrði að kantsteinn sá sem vísað er til í erindinu verði á mörkum lóðar fyrirtækisins eða innan þeirra til að skerða ekki möguleika á að sett verði gangstétt meðfram Svalbarðseyrarvegi þegar deiliskipulag svæðisins liggur fyrir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00.