Skipulagsnefnd

20. fundur 24. október 2012

Fundargerð

20. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 24. október 2012 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Bergþóra Aradóttir 1. varamaður, Sigurður Halldórsson 2. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Ágúst Hafsteinsson, skipulagsrágjafi, mætti á fund nefndarinnar.
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að tekið yrði á dagskrá erindi frá Kjarnafæði sem barst skömmu fyrir fundinn. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. 1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Lögð fram drög að greinargerð og uppdrætti deiliskipulags Eyrarinnar á Svalbarðseyri ásamt minnispunktum hönnuða.
Ágúst kynnti skipulagsgögnin. Skipulagsnefnd telur tillögurnar góðar að flestu leiti. Nefndin leggur þó til eftirfarandi breytingar:

  • að aðkoma að Sunnuhvoli verði að austan, um sama veg og aðkoma að Borgarhóli og Hörgi, í stað þess að fara norðan við Sæborg.
  • að hámarkshæð bygginga á lóð Kjarnafæðis verði sú sama og á nýrri athafnalóð á svæði A2 (Breiðablik og Nóatún), þ.e. vegghæð 5,5m og mænishæð 7 metrar.
  • að sett verði heimild fyrir mannheldri girðingu á mörkum gámasvæðis á svæði A2.
  • að sett verði kvöð á bílastæði við Kjarnafæði um að ekki megi hindra aðgang að þeim og að almenningi sé heimil notkun þeirra utan vinnslutíma fyrirtækisins.

Nefndin óskar eftir að athugað verði hvort eitthvað mæli gegn því að hús á Eyrinni fái nöfn í stað götuheitis og húsnúmers.

Ágúst yfirgaf fundinn að lokinni umræðu um 1. lið.

2. 1210012 - Umsókn um heimild til að fyrir tengibyggingu við "Fjárréttina"
Í bréfi dagsettu 24. október 2012 óskar Stefán Einarsson, fyrir hönd Kjarnafæðis ehf., eftir heimild skipulagsnefndar til að byggja 284 m2 tengibyggingu á milli núverandi vinnsluhúsnæðis fyrirtækisins og svokallaðrar "Fjárréttar", sbr. meðfylgjandi teikningu.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu, en framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag og það byggðarmynstur sem fyrir er á Eyrinni. Framkvæmdin er jafnframt í samræmi við þær tillögur að deiliskipulagi sem unnið er að sbr. 1. lið í fundargerðinni. Skipulagsnefnd fellst á að veita heimild fyrir húsbyggingunni með vísan til 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu framkvæmdar. Þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn samþykkir skipulagsnefnd að nýta heimild í 3. mgr. greinarinnar til að falla frá grenndarkynningu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.