Skipulagsnefnd

26. fundur 30. apríl 2013

Fundargerð
26. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 30. apríl 2013 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Stefán H. Björgvinsson varaformaður, Sigurður Halldórsson 2. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði: Jón Hrói Finnsson, Sveitarstjóri.

Dagskrá:

1. 1304001 - Deiliskipulag vinnubúða vegna Vaðlaheiðarganga
Áður á dagskrá á 25. fundi skipulagsnefndar þann 3. apríl 2013.
Lagðar fram tillögur að deiliskipulagi vegna Vaðlaheiðarganga og vinnubúða verktaka á framkvæmdatíma þeirra, unnar af Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum ehf. og Verkfræðistofu Norðurlands ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillögurnar verði samþykktar til auglýsingar.

2. 1107010 - Deiliskipulag Kotabyggðar
Áður á dagskrá 24. fundar skipulagsnefndar.
Greinargerð og uppdráttur hafa verið uppfærð með hliðsjón af umræðum á 24. fundi.
Skipulagsnefnd mælist til þess að skipulagstillagan með áorðnum breytingum verði auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd áréttar að samþykkt skipulagsins er háð útfærslu á kvöðum um réttindi og skyldur lóðarhafa í kaup- og leigusamningum, sbr. fyrirliggjandi tillögu að grein um þetta efni.

3. 1304016 - Umsókn um heimild fyrir viðbyggingu við reykhús
Í bréfi frá 22. apríl óskar Þröstur Sigurðsson hjá Opus teikni- og verkfræðistofu, fyrir hönd Kjarnafæðis ehf., eftir heimild skipulagsnefndar til að byggja viðbyggingu við norðurgafl núverandi reykhúss sem merkt er nr. 4 á meðfylgjandi uppdrætti.
Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu, en framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag og það byggðarmynstur sem fyrir er á Eyrinni. Framkvæmdin er jafnframt í samræmi við þær tillögur að deiliskipulagi sem unnið er að sbr. 6. lið í fundargerðinni. Skipulagsnefnd fellst á að veita heimild fyrir húsbyggingunni með vísan til 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu framkvæmdar. Þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn samþykkir skipulagsnefnd að nýta heimild í 3. mgr. greinarinnar til að falla frá grenndarkynningu.

4. 1304015 - Umsókn um stofnun lóða út úr landspildu nr. 152900
Í tölvupósti frá 22. apríl 2013 óskar Máni Guðmundsson, fyrir hönd Félagsbúsins Halllandi ehf. eftir umsögn sveitastjornar um fyrirhugaða stofnun þriggja m2 íbúðarlóða út úr landspildu með landnr. 152900 í landi Halllands, skv. meðfylgjandi uppdrætti frá 17.04.13. Landspildan er á íbúðarsvæði ÍB21 sem skilgreint var með breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 og auglýst í stjórnartíðindum þann 29.10.12. Fyrirhugað er að lóðirnar fái nöfnin Hallland 5, Hallland 6 og Hallland 7. Óskað er eftir heimild til að stofna nú þegar landspilduna Hallland 7 en Hallland 5 og 6 verða tímabundið notaðar undir vinnubúðir Ósafls sf. vegna Vaðlaheiðarganga.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

5. 1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Áður á dagskrá 25. fundar skipulagsnefndar þann 3. apríl 2013.
Þann 22. apríl 2013 var haldinn almennur kynningarfundur um tillögu að deiliskipulagi Eyrarinnar á Svalbarðseyri. Á fundinum kom fram nokkur andstaða við hugmyndir um fjölgun íbúðarlóða á skipulagssvæðinu, í ljósi nábýlisins við iðnaðar- og athafnasvæði og þess að nýjar lóðir geta hamlað uppbyggingu fyrirtækja á svæðinu.
Skipulagsnefnd leggur til að nýjar lóðir á skipulagssvæðinu (nr. 118, 123 og 125) verði felldar út og tillagan auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

6. 1304012 - Erindi varðandi grunnskóla í deiliskipulagi
Í bréfi frá 8. apríl 2013 upplýsir Erna Hrönn Geirsdóttir, fyrir hönd Skipulagsstofnunar, um niðurstöðu Umhverfis- og auðlindaráðuneytis um að eigi grunnskóli aðeins að þjóna tilteknum árgöngum grunnskólabarna skuli það tekið fram í deiliskipulagi. Erindið er sent öllum sveitarfélögum á Íslandi til leiðbeiningar.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.