Skipulagsnefnd

30. fundur 19. ágúst 2013

Fundargerð
30. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 19. ágúst 2013 kl. 13:00.
Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Stefán H. Björgvinsson aðalmaður, Bergþóra Aradóttir aðalmaður og Árni Ólafsson ráðgjafi.
Fundargerð ritaði: Anna Fr. Blöndal, formaður skipulagsnefndar.

Dagskrá:

1. 1209003 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Kotabyggðar
Málið tekið fyrir að nýju.
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 var auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 19. júní 2013. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum: JP lögmönnum og Félagi lóðarhafa í Kotabyggð.
Svör við athugasemdum eru í fylgiskjali. Athugasemdirnar gáfu tilefni til tveggja minniháttar orðalagsbreytinga á auglýstri breytingartillögu. Önnur breytingin er sú að orðinu "húseigandi" er skipt út fyrir orðið "lóðarhafi" vegna samráðs við deiliskipulagsgerð. Hin breytingin er í kaflanum um Kotabyggð (ib20) í 1. mgr. stendur "Svæðið verður í nýju aðalskipulagi..." sem breytist í "Svæðið er í aðalskipulagi...". Breytingin er minniháttar og á ekki við meginatriði tillögunnar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan svo breytt verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar sbr 32. gr. skipulagslaga. Niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst og umsagnir um athugasemdir sendar þeim sem þær gerðu.

2. 1107010 - Deiliskipulag Kotabyggðar
Tekið fyrir að nýju. Tillaga að deiliskipulagi Kotabyggðar, íbúða- og frístundabyggðar, var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 19. júní 2013. Fjórar athugasemdir bárust; frá JP lögmönnum, Félagi lóðarhafa í Kotabyggð, Guðrúnu H. Þorkelsdóttur og Köllu Malmquist.
Nokkur atriði athugasemdanna gáfu tilefni til minni háttar leiðréttinga og breytinga á skipulagsuppdrætti og greinargerð. Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á greinargerð eftir auglýsingu á deiliskipulagstillögu:

1. Bætt er við umfjöllun um opin svæði á kafla 4.13 er hann hér eftir nefndur Opin svæði og leiksvæði.
2. Í lok kafla 2 Forsendur er bætt við eftirfarandi texta: "Þau hús sem eru fyrir á skipulagssvæðinu þegar deiliskipulagið er samþykkt, halda stöðu sinni sem frístundahús. Deiliskipulagi fylgir ekki framkvæmdaskylda. Kjósi lóðarhafi að breyta frístundahúsi sínu í íbúðarhús, skal það uppfylla allar kröfur sem um íbúðarhús gilda. Óheimilt er skrá lögheimili í frístundahúsi."
3. Í kafla 2 Forsendur, er í 4. tölulið upptalningar á breytingum á deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn 10.01.2006, færð inn leiðrétting á lóðar­númeri úr 53 í 48.
4. Í kafla 2 Forsendur er sett inn málsgrein um skiptingu svæðisins í annars vegar íbúðabyggð og hins vegar frístundarbyggð.
5. Bætt er við eftirfarandi texta um hæðarsetningu vega aftast í kafla 4.11: "Við hæðasetningu vega skal tekið tillit til hæðamismunar og aðkomu að þegar byggðum húsum eftir því sem kostur er.
6. Bætt er við eftirfarandi texta um akfæran göngustíg aftast í kafla 4.12: "Leiðin meðfram lóðum 6 og 12 að sunnanverðu er skilgreind sem akfær göngustígur. Gert er ráð fyrir að stígurinn sé lokaður fyrir umferð vélknúinna ökutækja nema sérstakar aðstæður krefjist þess að ekið sé um hann, s.s. vegna neyðarflutninga eða ef aðrar leiðir eru ófærar".
Auk þess eru í greinargerðinni gerðar orðalagsbreytingar og aukið við texta til þess að skýra og rökstyðja ákvæði nánar. Bætt er við umfjöllun um skráðan minjastað í kafla 2.3 Fornminjar.

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á uppdrætti eftir auglýsingu á deiliskipulags­tillögu:
1. Leiksvæði litað grænt, þ.e.a.s. með sama lit og opin svæði.
2. Snjóruðningssvæði austan við lóð nr. 5 er minnkað til austurs til þess að koma í veg fyrir að snjó sé rutt ofaní læk við svæðið.
3. Lóðarmörk lóðar nr. 6 eru leiðrétt þannig að áfram sé heimilaður útafakstur frá Veiga­staða­vegi nr. 828 að lóðum nr. 6 og 10. Skilgreind eru almenn bílastæði á opnu svæði á milli lóðanna.
4. Skilgreiningu á vegi sem liggur á milli lóða nr; 1, 5, 6, 7 og 12 er breytt þannig að sá hluti hans sem liggur vestan við lóðarmörk lóða nr. 5 og 6 er skilgreindur sem akfær göngustígur.
5. Á suðvestur horni lóðar nr. 7 er gert ráð fyrir þremur almennum bílastæðum.
Auk þess er bætt inná uppdrátt einni skráningu Fornleifastofnunar Íslands frá 2005 um örnefni.

Svör við athugasemdum eru í fylgiskjali. Breytingarnir eiga ekki við meginatriði skipulagstillögunnar og stangast hvorki á við stefnu sveitarfélagsins né ákvæði aðalskipulags. Ekki er þörf á að auglýsa tillögun að nýju sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan svo breytt verði samþykkt sbr. 41. gr. skipulagslaga og send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 42. gr. laganna. Niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst. Jafnframt verði þeim sem athugasemdir gerðu send umsögn og afgreiðsla þeirra.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:12.