Skipulagsnefnd

32. fundur 26. september 2013

Fundargerð
32. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 26. september 2013 kl. 20:30.
Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Stefán H. Björgvinsson varaformaður og Bergþóra Aradóttir ritari.
Fundargerð ritaði: Bergþóra Aradóttir, ritari skipulagsnefndar.

Dagskrá:

1. 1310001 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 varðandi flokkun Veigastaðavegar
Tekin var fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, dagsett 24.9.2013, þar sem gert er ráð fyrir breytingu á flokkun Veigastaðavegar frá Vaðlaheiðarvegi að sveitarfélagsmörkum Svalbarðsstrandarhrepps og Eyjafjarðarsveitar til samræmis við flokkun í vegaskrá Vegagerðarinnar. Samkvæmt tillögunni verður þessi hluti vegarins skilgreindur sem héraðsvegur/safnvegur í stað tengivegar.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti, en telur breytinguna vera það óverulega að ekki sé ástæða til meðferðar skv. 30.-32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að óskað verði eftir því við Skipulagsstofnun að farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 2. mgr. 36. gr. laganna. Rökstuðningur er á breytingaruppdrætti skipulagsins. Breytingin er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins sem kemur fram í breytingu á kafla 4.4.2 íbúðarbyggð í sveit í Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2012, sem tekur gildi 30. september 2013.

2. 1107010 - Deiliskipulag Kotabyggðar
Tekið var fyrir bréf Skipulagsstofnunar frá 18. september sl varðandi deiliskipulag Kotabyggðar og athugasemdir stofnunarinnar við deiliskipulagið. Skipulagsnefnd fór yfir athugasemdirnar:
1. Gerð er athugasemd við að lóðir 49-52 séu of nærri Veigastaðavegi nr. 828 skv. gr. 5.3.2.5 í Skipulagsreglugerð nr. 90/2013.Afgreiðsla skipulagsnefndar var svohljóðandi: "Skilgreiningu Veigastaðavegar frá gatnamótum Veigastaðavegar 828 og Vaðlaheiðarvegar 832 yfir sveitarfélagamörk að Eyjafjarðarbraut eystri 829 hefur verið breytt samkv. vegaskrá 2012 og einnig í Vegaskrá 2013 - vinnueintaki", á vef Vegagerðarinnar. Sá hluti Veigastaðavegar sem um ræðir er nú skilgreindur "héraðsvegur". Aðalskipulagi verður breytt til samræmis við gildandi skilgreiningu vegaskrár í samræmi við bókun skipulagsnefndar frá 26. september 2013. Erindið verður sent til stofnunarinnar um að með breytinguna verði farið sem óverulega og hún auglýst án athugasemdafrests í samræmi við 2.mgr. 36.gr Skipulagslaga.Skipulagsnefnd leggur jafnframt til við sveitarstjórn að óskað eftir undanþágu frá ákvæðum í 5.3.2.5. gr. Samgöngur, lið d. Fjarlægð milli bygginga og vega í Skipulagsreglugerð nr.90/2013 þar sem segir að ekki megi staðsetja íbúðir eða frístundahús nær öðrum þjóðvegum og almennum vegum en 50m eins og þeir eru skilgreindir í aðalskipulagi, sbr. framlögð drög að bréfi til umhverfisráðuneytis.2. Bent er á að breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 fyrir umrætt svæði hafi ekki verið staðfest.Afgreiðsla skipulagsnefndar var svohljóðandi:Breyting á deiliskipulagi Kotabyggðar var auglýst samhliða aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 41.gr. Skipulagslaga og samþykkt í Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samhliða breyttu aðalskipulagi. Skipulagsstofnun hefur fengið báðar skipulagstillögurnar til afgreiðslu og þegar samþykkt breytingu á Aðalskipulagi og sendi hana til birtingar í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. September 2013. Auglýsing um breytinguna mun birtast í B-deild Stjórnartíðinda þann 30. September 2013. 3. Lagt er til að í stað íbúðarsvæðis og frístundasvæðis í skýringum á uppdrætti komi íbúðarlóðir og frístundalóðir.Afgreiðsla skipulagsnefndar var svohljóðandi:Skýringum á uppdrætti verður breytt til samræmis við ábendingu Skipulagsstofnunar. Í stað "íbúðasvæði" mun koma "íbúðarlóðir" og í stað "frístundasvæði" mun koma "frístundalóðir". 4. Bent er á að uppdráttur sem sýnir hluta úr aðalskipulagi á uppdrætti eigi að vera í samræmi við breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 sem staðfest var 15. október 2012.Afgreiðsla skipulagsnefndar var svohljóðandi:Uppdráttur sem sýnir hluta úr aðalskipulagi á uppdrætti verður uppfærður til samræmis við breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 sem staðfest var 15. október 2012.

3. 1310002 - Umsókn um byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús á lóð 1-1a í Kotabyggð.

Tekið var fyrir erindi frá Árna Geirhirti Jónssyni og Petru Björk Pálsdóttur dags. 25. september þar sem þau óska eftir því að fá byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús á lóð nr 1 í Kotabyggð.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hún veiti byggingarfulltrúa heimild til að veita Árna Geirhirti Jónssyni og Petru Björk Pálsdóttur byggingarleyfi fyrir aðstöðuhús á lóð sinni að Kotabyggð 1-1b með vísan til 44. gr. Skipulagslaga um grenndarkynningu framkvæmdar, þar sem ekki er búið að ganga endanlega frá skipulagsgögnum vegna deiliskipulags í Kotabyggð. Umrætt mannvirki er í samræmi við skilmála þess skipulags sem verið er að vinna að og ljóst að engar breytingar vera gerðar er varða sameiningu lóða nr. 1 og 1b í eina lóð eða skilmála umræddrar lóðar. Umsækjanda hefur verið gerð grein fyrir skilmálum er varða lóðina um stærð aðstöðuhúss í því deiliskipulagi sem nú er á lokasprettinum, en þar segir "Á lóð nr. 1 er auk íbúðarhúss og bílskúrs heimilt að byggja aðstöðuhús allt að 30 m2 að stærð. Aðstöðuhúsið skal vera á einni hæð". Skipulagsnefnd telur ekki nauðsynlegt að kynna framkvæmdina í grenndarkynningu þar sem deiliskipulag hefur verið auglýst og ekki voru gerðar athugasemdir við skilmála þess varðandi umræddar lóðir. Hagsmunaaðilar hafa því þegar fengið tækifæri til að tjá sig um skilmálana. Nefndin telur því að leggja megi auglýsingarferlið að jöfnu við grenndarkynningu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.