Skólanefnd

2. fundur 30. júní 2010

2. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps haldinn í Valsárskóla 30. júní 2010 kl. 19:30.

Til umfjöllunar voru málefni Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, Þóra Guðrún Hjaltadóttir, Telma Þorleifsdóttir, Helga Kvam skólastjóri.

Dagskrá:

  1. Skóladagatal næsta skólaárs
  2. Staðfestingar og Innritun nú í ágúst (nemendafjölda versus kennsluhlutfalls með lokavinnslu skóladagatals í huga)
  3. Kennslu við grunnskóla (tónmennt; hefur verið talin inn í kennsluhlutfallið okkar í tónlistarskólanum)
  4. Ráðningarhlutfall gítarkennara, Andra Kristinssonar
  5. Inntökuskilyrði í skólann; möguleikar fyrir fullorðna
  6. Kaup á tækjabúnaði
  7. Árskýrsla síðasta skólaárs
  8. Hvernig gekk "fyrsta" skólaárið í tónlistarskólanum og í nýju húsnæði?
  9. Hvernig kemur skólinn að samfélaginu og hvað má gera betur?

Fundargerð:

1. Skóladagatal næsta árs.

Helga kynnti skóladagatalið. Helgu falið að útfæra dagatalið í samræmi við aðsókn. Dagatalið verður aðgengilegt á heimasíðu skólans.

2. Staðfestingar og innritun.

Innritun nýrra nemenda verður 25. til 27. ágúst. 25 nemendur eru búnir að staðfesta áður en nýskráning hefst. Samþykkt var að reyna að komast hjá biðlistum og bæta þá frekar við tímum hjá kennurum en láta 1 – 2 nemendur sitja eftir.

3. Kennsla við grunnskólann

Tónmenntakennsla grunnskólans er talin með í kennsluhlutfall Tónlistarskólans eins og verið hefur.

4. Ráðningarhlutfall Andra Kristinssonar

Andri var í ráðinn í stundakennslu. Skólanefnd mælir eindregið með því að breyta samningi við hann í starfshlutfallið 50%. Ráðning yrði bundin til eins árs í senn, frá 1. ágúst til 31. júlí.

5. Inntökuskilyrði í skólann.

Rætt var um að opna fyrir Krummana, 5 ára börn, í hálft nám.

6. Kaup á tækjabúnaði

Skólann vantar litaprentara. Mælst er til að heimild verði veitt fyrir því.

Einnig væri ákjósanlegt að skólinn keypti lítinn ísskáp.

7. Ársskýrsla 2009 til 2010 kynnt.

8. Fyrsta skólaárið

Helga fór yfir fyrsta skólaárið. Nýja húsnæðið er mun stærra en það sem áður var. Ónæði er þó vegna umferðar og hávaða frá t.d. bjöllunni. Setja þarf filmur í glugga og hurð og bjallan verður flutt.

9. Skólinn og samfélagið.

Tónleikum á síðasta vetri var fjölgað, gefinn var út geisladiskur og Flautukórinn fór í heimsókn í Dvalarheimilið Hlíð.

Rætt um námskeið á vegum skólans og hvernig best er að koma þeim á framfæri. Einnig var rætt um heimsíðuna.

 

 

Önnur mál.

a)Kynnt drög að reglugerð fyrir skólann

b)Rætt um þrif á skólanum en bæta þarf úr þeim ásamt því að laga loftið í forstofunni.

Fleira ekki gert. Fundargerð lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl: 21:20