Skólanefnd

3. fundur 19. ágúst 2010

3. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps haldinn í Álfaborg 19. ágúst 2010 kl. 17.00

Til umfjöllunar voru málefni leikskólans Álfaborgar

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, Elísabet Ásgrímsdóttir, Telma Þorleifsdóttir, Ragna Erlingsdóttir, Helga Þórsdóttir, Linda Stefánsdóttir og Jón Hrói Finnsson.

Fyrir var tekið:

1. Fjöldi barna
Börn í leikskólanum verða 18 frá 1. september. Síðasta vor fækkaði um 14 börn en 4 börn á öðru ári bætast væntanlega við á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að flest börnin verði allan daginn.

2. Starfsmannahald
Rætt um mönnunarþörf. Ef tekið er mið af barngildaviðmiðunum í gömlu leikskólalögunum er starfsmannaþörfin svipuð og síðasta vetur. Nefndin telur rétt að miða mönnunina við tímann eftir að nýju börnin koma inn. Finna þarf starfsmann til að sinna afleysingu. Starfið verður auglýst í dreifibréfi og á heimasíðum leikskólans og sveitarfélagsins.

3. Ræstingamál
Annar þeirra starfsmanna sem séð hefur um ræstingar hefur sagt upp störfum. Finna þarf nýjan starfsmann í hans stað 2-3 daga vikunnar. Staðan verður auglýst í dreifibréfi og á heimasíðum leikskólans og sveitarfélagsins.

3. Tölvumál
Heimasíðumál leikskólans hafa ekki gengið eftir óskum starfsmanna. Margt bendir einnig til þess að nettengingin sé hægvirk. Tölvugögn eru vistuð á tölvum en skoða þarf afritunarmál. Skoða þarf tölvumál skólanna og skrifstofunnar í heild. Skólastjóri og sveitarstjóri skoða málið í sameiningu.

4. Kanadaferð samskólanna
Ragna upplýsti að Samskólarnir stefna á námsferð til Kanadaferð5.-11. júní 2011. Starfsmönnum leikskólans býðst að fara með. Ferðin að þessu sinni verður fimm virkir dagar og því þyrfti að loka leikskólanum í tvo daga umfram starfs- og námskeiðadaga. Nefndin óskar eftir frekari gögnum um ferðina og tillögu að útfærslu á skipulagi vegna hennar.

5. Styrkir
Rætt undir fyrri lið. Sjá fyrri bókun.

6. Skóladagatal
Drög að skóladagatali liggja fyrir en endanlegt skipulag skólastarfs ræðst af niðurstöðunni varðandi Kanadaferð.

7. Grænfánaafhending II
Ragna upplýsti að grænfáninn verður afhentur skólanum öðru sinni 8. september. Afhendingin er staðfesting á árangri af umhverfisstarfinu undanfarin tvö ár.

Fleira ekki gert.