Skólanefnd

4. fundur 20. ágúst 2010

4. fundur skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps haldinn í Valsárskóla 20. ágúst 2010 kl. 11:00

Til umfjöllunar voru málefni Valsárskóla.

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, Þóra Guðrún Hjaltadóttir, Telma Þorleifsdóttir, Einar Már Sigurðarson skólastjóri, Jón Hrói Finnsson, Arndís Sigurpálsdóttir, fulltrúi kennara og Anna Halldóra Sigtrygssdóttir, fulltrúi foreldra.

Dagskrá:

1. Starfslokasamningur við Ómar Þór Guðmundsson
2. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
3. Önnur mál.

Fundargerð:

Formaður setti fund.

Skólastjóri kynnti starfslokasamning við Ómar Þór.
Skólanefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Umsókn um námsvist utan Lögheimilssveitarfélags.
Sótt er um að umræddur einstaklingur fái að stunda nám næsta vetur í þeim skóla sem hann hefur sótt undanfarin ár.
Skólanefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti m.v. fyrirliggjandi upplýsingar, en felur sveitarstjóra að kanna lögheimilsmál viðkomandi.

Önnur mál
Skólastjóri skýrði frá umsóknum um íþróttakennarastöðu og stöðu stuðningsfulltrúa.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl: 11:40